Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Splitboard og Fjallaskíðaferð í Vöðlavík

6.- 8. mars

Upplýsingar um verð

80.000 kr.-

Um er að ræða skemmtilega 3ja daga ferð undir leiðsögn Rúnars Péturs, þar sem skinnað verður frá Breiðuvík niður í Vöðlavík þar sem gist verður í 2 nætur. Farið verður í styttri og lengri ferðir þaðan, meðal annars á Skúmhött. Rennum okkur frá toppi niðrá strönd. Kveikjum varðeld, borðum, spjöllum, förum í Hut quiz og höfum gaman.

Dagskrá

Miðvikudagur 6. Mars

  • Kl:7.30 flug frá Reykjavík og rútan tekinn niður á Eskifjörð.
  • Mæting á Mjóeyri kl 9:30
  • Raðað verður niður í trúss. Miðað er við að það sé ein taska á mann og svefnpoki.
  • Lagt af stað um kl 10:00 út í Breiðuvík við Norðanverðan Reyðarfjörð.
  • Byrjað að skinna og gengið í átt að Víkurheiði. Hægt að ganga á Náttmálahnjúk og renna sér þaðan niður að Karlstöðum í Vöðlavík.
  • Trússið flutt á snjósleðum í Vöðlavík.
  • Rennt niður í Vöðlavík þar sem gestir koma sér fyrir í skála ferðafélags Fjarðamanna að Karlsstöðum.
  • Ein stutt seinniparts ferð í Vöðlavík ef fólk vill.
  • Kvöldmatur.
  • Fundur hvert á að fara daginn eftir og kvöldvaka.

Ljósmynd: Chris Burkard

Fimmtudagur 7.Mars

  • 8.00 Morgunmatur
  • Skinnað upp a tind og rennt niður (stefnt á Skúmhött 881m)
  • Hádegishressing
  • Aftur skinnað, rennt niður að strönd
  • Varðeldur og gleði
  • Kvöldmatur
  • Hut quiz í boði Víðis
  • Gist aftur að Karlstöðum í Vöðlavík

Varðeldur. Ljósmynd: Chris BurkardLjósmynd: Chris Burkard

Föstudagur 8. Mars

  • 8:00 Morgunmatur
  • Trússið sótt og gengið frá skálanum
  • Skinnað í átt að Eskifirði
  • Rennt niður í Breiðuvík
  • 17:00 Rúta frá Mjóeyri upp í Oddsskarð

Leiðsögumenn: Rúnar Pétur Hjörleifsson og Barði Westin

Heildarverð: 80.000kr.

Innifalið í verðinu

  • Kvöldmatur á miðvikudeginum. Morgunmatur nesti og kvöldmatur á fimmtudeginum. Morgunmatur og nesti á föstudeginum.
  • Gisting í skála Ferðafélags Fjarðamanna að Karlstöðum í Vöðlavík.
  • Fjallaleiðsögn alla ferðina. Rúnar Pétur Hjörleifsson og Barði Westin.
  • Trúss til og frá Vöðlavík.
  • Rútuferðir í tengslum við ferðina.

Ahugið: taka þarf með sér svefnpoka, skíða/bretta brodda og snjóflóðar búnað. (skóflu,ýli og sjóflóða stöng).

Bókanir og upplýsingar í síma 6986980 og mjoeyri@mjoeyri.is

Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð.

GPS punktar

N65° 2' 7.261" W13° 36' 57.014"

Staðsetning

Vöðlavík, Iceland

Sími