Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Stefnumót við Listamann / Charma – ull úr Fljótsdal

21.-22. maí

Charma, ull úr Fljótsdal er verkefni eftir Emmu Charlottu Ärmänen. Verkefnið er rannsókn til að finna skemmtilegar og nýjar leiðir til að nota ull sem hráefni fyrir handunnar vörur fyrir vörumerkinu Charma, auk þess að læra og varðveita hefðbundnar tóvinnuaðferðir.

Uppruni áhuga Emmu á ull og tóvinnu hófst á síðasta ári í Sjálfbærni og sköpun braut í Hallormsstaðaskóla. Verkefnið hefur verið fjármagnað að hluta með styrk frá Samfélagssjóði Fljótsdals.

Á sýningunni á Skriðuklaustri mun Emma sýna hluta af þeim verkum sem hún hefur unnið með ullina frá bændum í Fljótsdal. Hún verður á staðnum laugardag og sunnudag 21.-22.5, frá klukkan 13 – 16 til að spjalla við gesti og sýna hvað hún er að vinna að.

Staðsetning

Skriðuklaustur