Húðflúrstofan Street Rats á Klapparstíg í Reykjavík skýtur upp kollinum á Dagar myrkurs með tímabundna húðflúrsamkomu sem gestum og gangandi er velkomið að bóka sér húðflúr á. Athugið! skilyrði er að einstaklingar séu með lögaldur til þess. En allir eru velkomnir að koma og skoða og ræða um húflúr og fleira. Opið er fyrir bókanir eftir samkomulagi við húðflúrara en annars verður húsið opið 17:00 – 19:00 fimmtudaginn 31 október einnig dagana 1 til 3 nóvember frá 12:00 – 16:00. Samhliða húðflúrs POP-UP Street Rats er málverkasýning Gustavo og Óðins sem eru hluti af Street Rats stofunni í Reykjavík. Það má hafa samband við listamenn á Instagram undir töggunum; @doktor.guz @gianlusso @gustavo_donofrio @odinndarri @siggiptattoo