Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sunnudagsganga: Sauðahlíðarfjall

17. nóvember kl. 10:00
Sunnudagsganga: Sauðahlíðarfjall 2 skór
(Til vara: Uppsalaskógur 1 skór)
17. nóvember 2024
Fararstjóri: Sigurjón Bjarnason
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Lagt af stað frá Mjóafjarðarvegamótum á Fagradalsvegi og stefnt til suðurs á Sauðahlíðarfjall þaðan sem er frábært útsýni eftir endilöngum Fagradal.
Vegalengd u.þ.b. 12 km og 600m hækkun.
(Til vara: Uppsalaskógur: Gengið til norðurs frá Seyðisfjarðarvegi nálægt Steinholtsafleggjara. Þægilegur, 3 km. hringur um skóginn).