Fara í efni

Tónaflug 2021

13. júní - 28. ágúst

Upplýsingar um verð

tónaflug 2021, tónleikar í neskaupstað, egilsbúð, beituskúrinn,

Tónaflug 2021
Tónleikaröð í Neskaupstað sumarið 2021

Tónaflug er samstarfsverkefni SÚN, Menningarstofu Fjarðabyggðar og Beituskúrsins sumarið 2021.

Lagt er upp með að bjóða fjölbreytta og skemmtilega tónleikadagskrá í Neskaupstað í sumar. Tónleikar verða haldnir í Egilsbúð og smærri tónleikaviðburðir og plötusnúðar mæta í Beituskúrinn sem iðar af lífi og fjöri öll kvöld.

Þeir sem koma að verkefninu vonast til þess að sjá sem flesta mæta, lyfta sér upp og fara á flug saman í Neskaupstað.

Dagskrá Tónaflugs 2021:

Krummi í Beituskúrnum - 13. júní (frítt inn)

JÓIPÉ x KRÓLI (ásamt hljómsveit) í Egilsbúð – 29. júní (miðasala á Tix)

DJ Flugvél og Geimskip í Beituskúrnum – 1. júlí (frítt inn)

Ham í Egilssbúð – 3. júlí (miðasala á Tix)

DJ Andreu Jóns í Beituskúrnum - 9. og 10. júlí

DJ Doddi litli með 80s og 90s stuð í Beituskúrnum – 16. júlí

Tónatitringur (eins og í gamla daga!) í Egilsbúð – 30. JÚLÍ

Queernes ball með Páli Óskari í Egilsbúð – 31. júlí

Dúndurfréttir í Egilsbúð – 28. ágúst

Miðasala á Tónatitring, QueerNes ball og Dúndurfréttir verður auglýst síðar.

GPS punktar

N65° 8' 51.370" W13° 41' 19.926"

Staðsetning

Egilsbúð/Beituskúrinn