Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tónaflug & Innsævi: Love Guru í Egilsbúð

15. júní kl. 22:00

Upplýsingar um verð

2500
Tónaflug og Innsævi bjóða til mikillar gleði í Egilsbúð þar sem danssmellasmiðurinn Love Guru, annað sjálf Þórðar Helga Þórðarsonar eða Dodda litla eins og hann er yfirleitt kallaður, mætir í stuði og sprengir stuðskalann ásamt DJ Tonytjokko frá Eskifirði. Love Guru sló í gegn fyrir rúmlega 20 árum með lögum eins og Ástarblossi og Partý útum allt sem urðu til þess að hann var valin "Nýliði ársins" á hlustendaverðlaunum FM957 árið 2004. Á þessum Hlustendaverðlaunum flutti hann einmitt sitt vinsælasta lag, 1,2 Selfoss í fyrsta sinn.
Love Guru hefur ferðast um landið síðustu 5 ár og skemmt landanum enda einn mesti stuðboltinn í bransanum. Kótelettan hefur verið hans heimavöllur frá árinu 2010 og hefur hann komið fram á öllum hátíðunum nema þeirri fyrstu. Halló Akureyri, Mærudagar, Neistaflug, Galtalækur Eldur í Húnaþingi og Ein með öllu eru nokkrar af þeim hátíðum sem Love Guru hefur keyrt stuðið í gang á. Love Guru verður seint sakaður um að vera besti tónlistarmaður landsins en hann er einn af þeim betri til að keyra stuðið í gang. Hefur þú gaman af því að hoppa, dansa og flippa þá er Love Guru þinn maður! Partýið heldur svo áfram fram á nótt í Beituskúrnum þar sem Nonni Clausen heldur eftirpartý.
Miðaverði á tónleika Innsævis er stillt í hóf, það kostar 2.500 krónur inn

GPS punktar

N65° 8' 51.621" W13° 41' 20.108"

Fleiri viðburðir