Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands, auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna. Úthlutun fyrir verkefnaárið 2025 fer fram í desember 2024 en opið verður fyrir umsóknir frá 11. september til 31. október. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2025. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á stuðning við nýsköpun í atvinnustarfsemi ungs fólks á aldrinum 20-35 ára.
Á umsóknatímanum verða haldnar vinnustofur um allt Austurland þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið.
Athugið! Nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Skráning: https://forms.office.com/e/HcsQnt0b2U
Skráning: https://forms.office.com/e/HcsQnt0b2U