Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Völusteinar á Tehúsinu

28. júní kl. 20:30

Upplýsingar um verð

2500
Hljómsveitin Völusteinar verðum með tónleika föstudaginn 28. júní kl. 20:30 í Tehúsinu Egilsstöðum
Valgerður Guðnadóttir: söngur
Daníel Þorsteinsson: pianó, harmónikka
Sigurður Sveinn Þorbergsson: gítar, básúna
Guðjón Steinar Þorláksson: kontrabassi
Hljómsveitin Völusteinar samanstendur af Norðfirðingunum Daníel Þorsteinssyni, Sigurði Sveini Þorbergssyni og Guðjóni Steinari Þorlákssyni sem allir hófu sýna tónlistarmenntun og tónlistarferil á Norðfirði. Auk þeirr er svo hin fjölhæfa og frábæra söngkona Valgerður Guðnadóttir. Öll hafa þau starfað við tónlist um árabil og fengist við mismunandi tónlistarstíla svo sem popp, jass, óperur, söngleiki og sinfóníur.
Að þessu sinni sameina þau krafta sína og flytja aðgengilega tónlist af fjölbreyttum toga en efnisskráin samanstendur af bæði íslenskum og erlendum dægurperlum í bland við tangó og fleira. Þar má finna lög eftir meistara á borð við Magnús Eiríksson, Jón Múla, Sigfús Halldórsson, Hilmar Oddsson, Bjartmar Guðlaugsson, C. Trenet, M. Legrand. Einnig verða á efniskránni lög eftir Daníel Þorsteinsson
Markmið er að bjóða upp á skemmtilega og notalega kvöldstund fyrir tónleikagesti.
Miðaverð á tónleikana er 2500kr. og það er posi á staðnum

GPS punktar

N65° 15' 30.862" W14° 24' 23.862"

Fleiri viðburðir