Fara í efni

Vorið kemur, heimur hlýnar - Vorsýning Gunnarsstofnunar

1. apríl - 1. maí

Í ár var innblásturs leitað til skáldsins Jóhannesar úr Kötlum þegar undirbúin var vorsýning Gunnarsstofnunar vorið 2023. Eftir þungan vetur um allt land var ákveðið að vorið og gróandinn yrði þema sýningarinnar í ár. Flest verkin eru marglit og í skærum litum í fjölbreyttu hráefni. Sýningin mun vonandi minna okkur á að sumarið er á næsta leiti litríkt og fallegt.
Sýnendur koma vítt og breytt af landinu og eru mjög fjölbreytt.


Anna Gunnardóttir, Auður Bergsteinsdóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Embla Sigurgeirsdóttir, Erla Björk Sigmundsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Ingibjorg Ósk Þorvaldsdóttir, Jedúddamía (Kristrún Helga Marinósdóttir) og Ólöf Erla Bjarnadóttir eiga öll verk á sýningunni.


Sýningin er samstarfsverkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Gunnarsstofnunar og verður opin 1.apríl til 1.maí á sýningartíma safnsins 11-17 alla daga.

GPS punktar

N65° 2' 27.379" W14° 57' 11.116"

Staðsetning

Skriðuklaustur, Gunnarshús, Fljótsdalshreppur, Eastern Region, 701, Iceland

Fleiri viðburðir