Stöðvarfjörður
Stöðvarfjörður er eina þorpið á Austfjörðum sem Hringvegurinn liggur í gegnum og þar er margt áhugavert að skoða. Heimamenn stunda fiskveiðar, ferðaþjónustu og listi en mikill sköpunarkraftur kraumar í Stöðvarfirði sem líklegast er innblásinn, allavegana að hluta til, af stórbrotinni náttúru svæðisins.
Eins og í flestum Austfjarðanna gnæfa fjöll yfir strandlínunni í Stöðvarfirði. Norðan megin í firðinum rísa Steðji og Hellufjall hátt, en sunnan megin Súlur. Jarðfræðileg saga svæðisins er merkileg, en auðveldasta leiðin til þess að upplifa ótrúlega fjölbreytni steina og steintegunda á Austurlandi er að heimsækja Steinasafn Petru Sveinsdóttur. Petra safnaði steinum allt sitt líf og nú er fyrrum heimili hennar eins og fjársjóðskista, fullt af alls kyns jarðfræðilegum gersemum.
Á meðal náttúrufyrirbæra í firðinum, sem áhugavert er að skoða eru fossar, klettar og hinn einstaki sjáverhver Saxa. Í þorpinu er sköpunarkrafturinn áberandi í litlum listagalleríum og á sumrin er Salthúsmarkaðurinn opinn en þar selja heimamenn listmuni og handverk, sem eru frábærir minjagripir. Gamla frystihúsi staðarins hefur verið breytt í Sköpunarmiðstöð, sem rekur vinnustofur og íbúðir fyrir gestkomandi listamenn, verkstæði og fleira. Þar er meira að segja hljóðver.
Áherslur
Ganga – inn Jafnadal sem gengur inn úr firðinum, þar eru merktar göngustígar sem m.a. leiða að steinboga í hlíðum Álftafells. Á leiðinni að steinboganum er farið fram hjá klettaborginni Einbúa, stórum kletti sem stendur einn á annars sléttu svæði.
Bragð – heimagerðar kökur og súpa í söluturninum sem stendur fyrir framan Steinasafn Petru.
Bað – í sundlaug staðarins, hún er kannski lítil en að sjálfsögðu er sundlaug á staðnum.
Bíltúr – í norður úr þorpinu, til þess að skoða sjávarhverinn Söxu. Þar gengur úthafsaldan inn í klettaskoru og spýtist svo hátt upp í loft. Nafnið Saxa varð til vegna þess að þegar sjórinn gengur í gegnum klettaskoruna saxast þari í smátt og þeytist upp með „gosinu.“