Fara í efni
DÝRALÍF

Heimskrautarefur

Íslenski úlfurinn

Það er talið að heimskautarefurinn hafi fyrst gert sig heimkominn á Íslandi undir lok síðustu ísaldar. Refurinn lifir aðallega á fuglum, eggjum og ýmsum grösum sem finnast í íslenskri náttúru. Heimskautarefir láta lítið fyrir sér fara og er nokkuð sjaldgæft að sjá þá með berum augum. Feldur refsins er breytilegur eftir árstíðum og falla þeir yfirleitt vel inní umhverfið. Á veturna getur feldurinn verið allt frá því að vera snjóhvítur yfir í það að vera dökkbrúnn sem gerir þeim kleyft að hreinlega hverfa inn í umhverfið og náttúruna.

Að eilífu ég lofa

Heimskautarefir halda tryggð og trú við maka sinn allt sitt líf. Ólíkt úlfum eru refir ekki félagsverur og ferðast ekki um í flokkum heldur halda sig saman í pörum á meðan bæði lifa. Meðalgotsærð refa er um 5 yrðlingar á Íslandi, en geta þó orðið mun fleiri. Að jafnaði gýtur refurinn um miðjan maí eftir rúmlega 50 daga meðgöngu. Lífslíkur yrðlinga eru nokkuð góðar hér á landi ef litið er framhjá grenjavinnslu sem er stunduð út um allt land.

Heimskautarefur, tófa eða bara refur..

Heimskautarefurinn vegur að einhversstaðar á bílinu 3 til 5 kíló. Læðurnar eru töluvert minni en steggirnir og getur munað allt að kílói á þyngd þeirra. Þyngd refsins er breytileg eftir árstímum, þeir eru þyngri og bera þykkari feld á veturna en virka grannvaxnir og háfættir að sumri til.