Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

DÝRALÍF

Lundar

Mörgæs? Nei, Lundi!

Lundinn er fjölmennasta fuglategund landsins og er talið að um 10 milljónir lunda geri sig heimkomna á landinu okkar fagra á hverju ári. Lundinn heldur til á Íslandi frá byrjun apríl og fram í september. Lundar eru félagslyndir að eðlisfari og svipa að mörgu leyti til mörgæsa í útliti og eru gjarnar kallaðir „litli munkur" og „litli bróðir". Meðalaldur lunda er talinn vera á bilinu 20 - 25 ár sem gerir hann að nokkuð langlífum fugli - og hefur einungis einn maka allt sitt líf.

Hvar get ég séð lunda?

Íbúar á Borgarfirði eystri fagna komu lundans árlega á sumardeginum fyrsta. Því er haldið fram að Hafnarhólmi í Borgarfirði eystri sé sá staður á landinu til þess að komast í kynni við þessa skemmtilegu fuglategund. Göngubrú hefur verið lögð í gegn um varpið og geta gestir líklega hvergi annarsstaðar komist í jafn mikla nálægð við lundann og hér. Á bilinu 8-10 þúsund pör og geldfulgar halda sig til í Hafnarhólma á sumrin. Sjón er sögu ríkari! 

Í fréttum er þetta helst.. Lundinn er í beinni í Hafnarhólma!

Dreymir þig um að sjá lunda fljúga um - en ert bara svo langt í burtu? Engar áhyggjur! Fyrir neðan finnur þú beina útsendingu frá Hafnarhólma þar sem um 10.000 lundapör halda til yfir sumarmánuðina. Er ekki tilvalið að skipuleggja ferð um Austurland á meðan þú horfir?

 

Nýlundabúðin

Sumarið 2020 opnuðu listamennirnir Rán Flygenring og Elís Elísabet Einarsdóttir óhefðbundna „lundabúð" í miðju varpi Hafnarhólma. Tvíeykið gaf út heimildarmynd um ferlið sem má nálgast hér að neðan.