Fara í efni

Aflatölur frá Strengjum

AFLATÖLUR Í frétt á vef Strengja kemur fram að veiðin hafi verið vel viðunandi víða miðað við hvernig sumarið var almennt þar sem vantaði smálax víða.

AFLATÖLUR Í frétt á vef Strengja kemur fram að veiðin hafi verið vel viðunandi víða miðað við hvernig sumarið var almennt þar sem vantaði smálax víða.

BREIÐDALSÁ var nánast með sömu veiði á milli ára eða 375 laxa, en hefði væntanlega farið mun hærra ef ástundun í september hefði verið meiri en raun var. Byrjaði vel en dró af er leið á sumarið enda vantaði meira af smálaxi eins og víðar. En vænn stórlax og nokkrir um 20 pundin komu á land. Sjóbleikjuveiðin var tæplega 200 fiskar og hátt í 400 urriðar sem gerir þetta með bestu silungsveiðiám austurlands. Svo samtals veiddust því tæplega 1000 fiskar í heildina úr vatnakerfi Breiðdalsár.

JÖKLUSVÆÐIРkom ágætlega út, heildarlaxveiði 584 laxar og er þá talin með Fögruhlíðará sem gaf 100 laxa sem er met í þeirri á.Fylgir hún með Jöklu I svæðinu en Fögurhlíðarósinn er seldur sér og þar var mun einnig meiri bleikjuveiði en undanfarin ár. Aðrar hliðarár Jöklu voru í meðallagi, Kaldá og Laxá, og Jökla sjálf góð. Reyndar kom yfirfall seint í ágúst en annars hefði veiðin orðið meiri í Jöklu og einnig ef ástundun í september hefði verið meiri í þeim mánuði í hliðaránum. Á facebook síðu okkar má sjá nú nákvæmar tölur yfir veiði eftir veiðistöðum, svæðum, stærðum , tímabilum og fl og er til efs að svo nákvæmar  og frábærar upplýsingar hafi birst um eitt veiðisvæði áður, en Snævarr Örn Georgsson leiðsögumaður á veg og vanda að vinna þessar tölur úr veiðibókum. Með silungsveiðinni er heildarveiðin um 1000 fiskar einnig á Jöklusvæðunum líkt og í Breiðdalsá. Endurbætur voru gerða á veiðihúsunum við Hálsakot og öll aðstaðan er orðinn fyrst flokks sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá veiðimönnum í sumar.

Sjá frétt á heimasíðu Strengja.