Fara í efni

Leitum ljósmyndara og myndefnis frá Austurlandi

Austurbrú auglýsir eftir ljósmyndum og vídeóefni frá Austurlandi til notkunar við markaðssetningu landshlutans.

Austurbrú auglýsir eftir ljósmyndum og vídeóefni frá Austurlandi til notkunar við markaðssetningu landshlutans. Myndefnið þarf að endurspegla landshlutann og passa við ljósmyndatungumál Áfangastaðarins Austurlands til sem sjá má hér til hliðar. Dómnefnd á vegum Áfangastaðarins mun sjá um val ljósmynda og vídeóefnis og að sjálfsögðu verður greitt fyrir notkun þess efnis sem valið verður.

Einnig óskar Austurbrú eftir leyfi til að skrá áhugaverða ljósmyndara á lista ásamt öðru fólk í skapandi greinum á Austurlandi sem verður aðgengilegur í verkfærakistu Áfangastaðarins Austurlands.

Upplýsingar um skil myndefnis
Innsendum ljósmyndum ber að skila í 72p upplausn en þær þurfa auk þess að vera til í 300p til prentunar. Innsendu vídeóefni skal skila sem H264 í 1920×1080 upplausn en verður einnig að vera til í 4k ProRes og tekið upp í Log. Skáarheiti þarf að innihalda nafn höfundar og upplýsingar um hvar myndefni er tekið. Með myndefninu væri að auki gott að fá upplýsingar um vefsíður og/eða samfélagsmiðla þar sem verk ljósmyndara eru aðgengileg.


Myndefni sendist á marketing@austurland.is
Nánari upplýsingar veitir Ingvi Örn ingvi@austurbru.is