Fara í efni

Þjónustuhús risið á Vatnsskarði

Þann 28. október sl. var tekið í notkun þjónustuhús á Vatnsskarði sem einkum er ætlað ferðalöngum á leið í Stórurð. Húsið er eitt skrefið í uppbyggingu svæðisins.

Þann 28. október sl. var tekið í notkun þjónustuhús á Vatnsskarði sem einkum er ætlað ferðalöngum á leið í Stórurð. Húsið er eitt skrefið í uppbyggingu svæðisins.

Það voru sveitarstjórarnir Jón Þórðarson, Borgarfirði og Björn Ingimarsson, Fljótsdalshéraði sem klipptu á borða og opnuðu þar með húsið. Það er í tvennu lagi, annars vegar upplýsingahús með skiltum, hins vegar salernishús.

Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs sagði við opnunina að með uppbyggingu á svæðinu sé „römmuð inn perla sem áhugaverður segull fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn, í leit að sérstæðri náttúruupplifun.

Sjá meira á vef Austurfréttar.