Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Þjónustuhús risið á Vatnsskarði

Þann 28. október sl. var tekið í notkun þjónustuhús á Vatnsskarði sem einkum er ætlað ferðalöngum á leið í Stórurð. Húsið er eitt skrefið í uppbyggingu svæðisins.

Það voru sveitarstjórarnir Jón Þórðarson, Borgarfirði og Björn Ingimarsson, Fljótsdalshéraði sem klipptu á borða og opnuðu þar með húsið. Það er í tvennu lagi, annars vegar upplýsingahús með skiltum, hins vegar salernishús.

Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs sagði við opnunina að með uppbyggingu á svæðinu sé „römmuð inn perla sem áhugaverður segull fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn, í leit að sérstæðri náttúruupplifun.

Sjá meira á vef Austurfréttar. 


Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur