Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vinsælir áfangastaðir

Franski grafreiturinn
Rétt utan við þéttbýlið í Fáskrúðsfirði er minnisvarði með nöfnum 49 franskra og belgískra sjómanna sem létu lífið á Íslandsmiðum. Árið 2009 komu fulltrúar frá félagi sjómanna í Gravelines á bæjarhátíðina Franska daga og afhentu nýja krossa á leiði frönsku sjómannana.  Gravelines er gamall sjávarútvegsbær á norðurströnd Frakklands og vinabær Fáskrúðsfjarðar. Á bæjarhátíðinni Frönskum dögum eru lagðir tveir blómsveigar við minnismerki franska grafreitarins í minningu þeirra íslensku og frönsku sjómanna sem látist hafa til sjós.
Skrúður
Úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar er grasi gróna klettaeyjan Skrúður. Skrúðurinn gnæfir tignarlega úr sjó eins og nafnið vitnar um og er ekki á færi loftfælinna að klífa hana. Í eynni er Skrúðshellir, hár til lofts og víður til veggja, talinn stærstur hella á Austurlandi. Í hellinum höfðust vermenn við fyrrum þegar róðrar voru stundaðir frá eynni. Einnig höfðu bændur þar beitiland.  Vel þekktar eru sagnirnar af bóndanum í Skrúðnum, en hann var einn þriggja bræðra. Hinir risarnir höfðust við í Skrúðskambi við Streitishvarf og í Papey. En þeir bræður sáu hver til annars og gátu kallast á. Mikið fuglalíf er í eyjunni og var eggja- og fuglatekja stunduð á árum áður. Eyjan sést einnig frá Reyðarfirði. Við Fáskrúðsfjörð eru ennfremur eyjarnar Æðasker og Andey.    
Hafnarnesviti
Vitinn á Hafnarnesi lætur ekki mikið yfir sér en gönguferð þangað er vel þess virði að fara. Á Hafnarnesi eru heilmiklar minjar um byggð sem lagðist að mestu af á ofan verðri 20. öld en fór alveg í eyði um 1970. Flestir urðu íbúarnir um 100 talsins. Árið 1939 var Franski spítalinn fluttur út á Hafnarnes og stóð þar um 70 ára skeið. Vegleg byggingin myndar nú kjarnann í frönsku húsaþyrpingunni á Fáskrúðsfirði.
Kolfreyjustaður
Kolfreyjustaður er fornt prestsetur og kirkjustaður á Fáskrúðsfirði. Kirkjan sem nú stendur á Kolfreyjustað er frá árinu 1878 og hefur að geyma merka og forna kirkjumuni. Skáldbræðurnir Jón og Páll Ólafssynir ólust upp á Kolfreyjustað. Nafnið er dregið af tröllskessunni Kolfreyju.
Sandfell
Sandfell (743 m) er fallegt líparítfjall sunnan Fáskrúðsfjarðar og er það dæmigerður bergeitil. Í suðurhlíðum fjallsins má sjá hvernig bergeitillinn hefur lyft upp basaltþekju. Bergeitillinn er talinn vera 600 m þykkur og eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar. Mjög skemmtileg og falleg gönguleið er upp á Sandfellið. Powered by Wikiloc
Vattarnes
Vattarnes skagar út í mynni Reyðarfjarðar, sunnan megin og á þvi stendur Vattarnesviti. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðarganga lá leiðin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um Vattarnes en leiðin þykir einstaklega falleg. Á góðum degi er það vel þess virði að velja lengri leiðina fram yfir göngin.
Vattarnesviti
Á Vattarnesi stendur Vattarnesviti en það hefur verið viti á Vattarnesi frá árinu 1912. Appelsínuguli vitinn sem þar stendur í dag var byggður árið 1957. Þægilegar göngueiðir liggja um nesið svo það hentar einstaklega vel til útivistar.   Vattarnes skagar út í mynni Reyðarfjarðar, sunnan megin og á þvi stendur Vattarnesviti. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðarganga lá leiðin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um Vattarnes en leiðin þykir einstaklega falleg. Á góðum degi er það vel þess virði að velja lengri leiðina fram yfir göngin. 
Gilsárfoss
Skemmtileg gönguleið liggur frá Vattarnesvegi, austanmegin við þéttbýlið á Fáskrúðsfirði upp með Gilsá. Fjölmargir fallegir fossar eru á leiðinni og ganga má á bak við einn þeirra. Sá foss nefnist Gilsárfoss.  Um 15 mínútur tekur að ganga að fossinum frá veginum.
Stytturnar á Fáskrúðsfirði
Fallegar styttur og minnisvarðar. Minnisvarði vísindamannsins og heimskautafarans dr. Carcot er staðsettur innan við Læknishúsið að Hafnargötu 12. Skip hans Purguoi pas, fórst í Straumfirði á Mýrum árið 1936. Báturinn Rex NS 3 stendur rétt utan við íþróttavöllinn innst í bænum, skammt frá útihátíðarsvæði Fáskrúðsfjarðar. Trébáturinn er fagurt vitni þeirrar grósku sem hér var í skipasmíði á 20. öldinni. Minnisvarða um Einar í Odda hefur verið komið fyrir á hæðinni ofan við bátinn. Minnisvarði um Berg Hallgrímsson. Minnisvarðinn stendur við þjóðveginn í gegnum bæinn, við Búðaveg 36. Bergur var stórathafnamaður í byggðarlaginu og á sínum tíma einn af þekktari útgerðamönnum og síldarverkendum landsins. Á frönskum dögum er hlaupið minningarhlaup Bergs Hallgrímssonar. Neðan við Hamarsgötu 8 létu Frakka reisa minnisvarða um Carl A. Tulinius sem var ræðismaður Frakka á síðari hluta 19. aldar. Minnisvarðinn var afhjúpaður 28. ágúst 1902.