Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Golfvöllurinn Eskifirði
Golfvöllur hefur verið á Eskifirði síðan árið 1979 og ber hann heitið Byggðarholtsvöllur. Hann er níu hola og staðsettur sunnan Eskifjarðarár, innan byggðarinnar. Umhverfið er fjölbreytt og er mál kylfinga að hann sé einstaklega skemmtilegur viðureignar.
Golfvöllurinn á Norðfirði
Grænanesvöllur er völlur golfklúbbs Norðfjarðar. Völlurinn er níu hola, par 70 og var gerður árið 1965. Hann er inni af botni fjarðarins, þykir einstaklega skemmtilegur völlur og ekki skemmir hve umhverfið er sérlega fallegt. Ekið er af vellinum eftir afleggjara til móts við býlið Miðbæ.
Golfvöllurinn á Reyðarfirði
Golfvöllur Golfklúbbs Fjarðabyggðar nefnist Kollur og er staðsettur í hlíðinni rétt innan við bæinn á Reyðarfirði.  Völlurinn er 9 holu, par 70 og umvafinn fallegu umhverfi. Þá þykir völlurinn þægilegur yfirferðar og fallegt útsýni er af teigum 3, 4 og 7. Við golfskálann er 9 holu púttvöllur.