Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sundlaugin Norðfirði
Stefánslaug er einstaklega glæsileg útisundlaug með heitum útipottum, gufubaði og tveimur stórum rennibrautum. Staðsett á sólríkum stað í hlíðum Neskaupstaðar, veitir sundlaugin rómaða sólbaðaðstöðu og einstaka fjallasýn út yfir Norðfjörðinn.  Stefánslaug var tekin í notkun árið 1943 og stendur því á gömlum merg. Á árunum 2001 til 2006 var sundlaugin endurbyggð nánast frá grunni, fyrst 25 metra sundlaugarkarið og síðan þjónustuhúsið. Skömmu síðar bættust svo stóru rennibrautirnar við aðstöðuna en þær njóta mikilla vinsælda, ekki hvað síst hjá yngstu kynslóðinni. Opnunartími Sumar: Mánudagar - föstudagar: 07:00 - 21:00 Laugardagar: 10:00 - 18:00 Sunnudagar: 10:00 - 18:00 Opnunartími Vetur: Mánudagar - fimmtudagar: 07:00 - 20:00 Föstudagar: 07:00 - 18:00 Laugardagar: 11:00 - 18:00 Sunnudagar: 13:00 - 18:00
Sundlaugin Eskifirði
Skemmtileg útisundlaug sem er 25 x 12 metrar. Við laugina eru tveir heitir pottar, gufubað, buslulaug og 3 mismunandi rennibrautir. Frábært útsýni er frá sundlaugarsvæðinu yfir fjörðinn og fjöllin.  Laugin er sú nýjasta af sundlaugum Austurlands. Opnunartími Sumar: Mánudagar - föstudagar: 07:00 - 21:00 Laugardagar: 10:00 - 18:00 Sunnudagar: 10:00 - 18:00 Opnunartími Vetur: Mánudagar - fimmtudagar: 07:00 - 20:00 Föstudagar: 07:00 - 18:00 Laugardagar: 11:00 - 16:00 Sunnudagar: 11:00 - 16:00
Sundlaugin Stöðvarfirði
EINSTÖK ÚTILAUG MEÐ HEITUM POTTI Á Stöðvarfirði er einstaklega falleg útilaug rétt hjá skólamiðstöð staðarins. Sundlaugin var byggð árið 1982 en hún er 16,67 metrar að lengd.    Opnunartími: 15.maí - 15. september: Virkir dagar: 13:00-19:00  Helgar:13:00-17:00 Lokað á veturna.
Sundlaug Fáskrúðsfjarðar
Sundlaug Fáskrúðsfjarðar er 12,5 metra innisundlaug með heitum útipotti. Sundlaugin var tekin í notkun árið 1948 og veitir byggingarstíllinn sundlauginni einstaklega hlýlegt og notalegt yfirbragð. Sundlaugarhúsið er tvískipt og var austurhluti þess leikfimisalur og samkomuhús staðarins á árum áður. Félag eldri borgara á Fáskrúðsfirði hefur nú þennan hluta til afnota fyrir félagsstarf sitt. Opnunnartími er mánudaga-fimmtudaga 16:00-19:00. föstudaga 15:00 -18:00 og laugadaga frá 10:00-13:00. Lokað er 29 júlí til 1. september Sjá opnunartíma sundlauga í Fjarðabyggð