Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hótel Staðarborg
Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi. Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal. Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn.Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.
Hótel Breiðdalsvík
Hótel Breiðdalsvík er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar eitt. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum með baði, sjónvarpi og síma. Við bjóðum upp á úrvals ráðstefnu og veisluaðstöðu fyrir allt að 300 manns í sölum sem taka frá 30 - 300 manns í sæti. Á matseðli hótelsins má finna úrval þjóðlegra rétta. Njótið fagurs sjávarútsýnis, sem er rammað inn af klettum, hæðum og einum tignarlegustu fjöllum fjórðungsins. Breiðdalur er þekktur fyrir veðursæld og ýmsar gönguleiðir sem leiða þig á vit ævintýranna. Hægt er að veiða í 3 ám í dalnum og á eftir er tilvalið að njóta þess að fara í sauna og slappa af við arininn. Stutt er í góða sundlaug með heitum potti.  Travel East Iceland býður upp á úrval afþreyingar í nágrenni Breiðdalsvíkur.   
Hamar Kaffihús
Utan afgreiðslutíma tökum við á móti einstaklingum og hópum í kaffi eða veitingar. Einnig er hægt að leigja salinn hjá okkur undir einkasamkvæmi. Ýmislegt í boði. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma: 4756625 á afgreiðslutíma eða sendið okkur tölvupóst á póstfangið drangagil@gmail.com.
Steinasafn Petru
Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hafði  áhuga á fallegum steinum alla ævi, en byrjaði að safna þeim fyrir alvöru 1946. Steinarnir hennar eru langflestir úr Stöðvarfirði og af Austurlandi því Petra leitaði ekki mikið að steinum í öðrum landsfjórðungum. Árið 1974 ákvað Petra að opna heimili sitt fyrir öllum þeim sem vildu skoða steinana hennar. Fjölmargir sækja safnið heim á hverju ári og er Steinasafn Petru einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi. Það fer ekki fram hjá neinum þeim sem sækir safnið heim að Petra var afkastamikill steinasafnari. Færri vita að söfnunaráhugi hennar einskorðaðist ekki bara við steinasöfnun. Petra safnaði merktum pennum, bollum og fleiri smáhlutum auk þess sem hún hefur safnað hverskonar náttúrugripum svo sem eggjum, skeljum og kuðungum í marga áratugi. Vissulega hefur hús Petru tekið á sig svipmót safns en það er þó fyrst og síðast heimili. Opið frá 1. maí til 15. október, 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar. Kaffi Sunnó Árið 2015 varð gamall draumur að veruleika þegar Kaffi Sunnó var opnað. Þar gefst gestum kostur á að kaupa sér matarmiklar súpur og brauð, heita og kalda drykki og gómsætt bakkelsi. Opið frá 1. maí til 15. október, 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar.
Fransmenn á Íslandi
Frakkar á Íslandsmiðum er nýjasta perlan á safnastreng Fjarðabyggðar. Safnið er til húsa í tveimur reisulegum byggingum sem Frakkar reistu upp úr aldamótunum 1900 eða Læknishúsinu og Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði.  Meginsýning safnsins er þó í hvorugu húsanna, heldur  í undirgöngum sem tengja þau saman. Frakkar á Íslandsmiðum er án efa eitt athyglisverðasta safn landsins. Ekki aðeins fyrir hönnun þess og nálgun við viðfangsefnið, heldur einnig vegna andrúmsloftsins sem tekist hefur að skapa. Lifandi nærmynd er brugðið upp af lífi sjómanna um borð í frönsku skútunum sem sóttu Íslandsmið og skynjar áhorfandinn glöggt aðstæður þeirra og daglegt líf. Þá veitir safnið einnig glögga innsýn í starfsemi Franska spítalans og merka starfsemi hans upp úr aldamótunum 1900. Endurgerð Minjaverndar á Frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði lauk sumarið 2014. Húsin eru alls fimm og eru auk Læknishússins og Franska spítalans, Sjúkraskýlið, Litla kapellan og Líkhúsið.  Endurreisnarsaga húsanna er með merkari framkvæmdum Minjaverndar og sú viðamesta utan höfuðborgarsvæðisins. Frönsku húsin gegna á ný mikilvægu hlutverki fyrir bæjarlíf Fáskrúðsfjarðar, en nú sem Fosshótel Austfirðir, sælkerastaðurinn l'Abri og safnahús Fransmanna á Íslandi. Litla kapellan hlaut blessun 26. júlí 2014 og er eina byggingin sem heldur upprunalegu hlutverki sínu.  Safnið er opið alla daga kl. 10:00-18:00 (15.maí - 30.september) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.  Nánari upplýsingar um opnunartíma má finna hér
Fosshótel Austfirðir
Fosshótel Austfirðir er glæsilegt hótel á Fáskrúðsfirði. Starfsemi hótelsins fer fram í 4 byggingum við Hafnargötuna sem hafa verið endurgerð í samvinnu við Minjavernd. Þekktasta húsið er bygging franska spítalans sem var reist árið 1903 og í notkun til ársins 1939 eða þar til það var flutt út á Hafnarnes þar sem það stóð í eyði í nær 50 ár. Húsin eiga sér ríka sögu og hefur í einu þeirra verið sett upp sýning um franska sjómenn á svæðinu. Við enduruppbyggingu húsanna var lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt var. Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður L'Abri. 47 herbergi Morgunverður í boði L'Abri veitingahús Bar Ókeypis þráðlaust net Safn Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum
Sesam Brauðhús - Handverksbakarí
HANDVERKSBAKARÍIÐ Síðan 2011 hefur Sesam Brauðhús handverksbakarí haft það að leiðarljósi að framleiða úrvals brauð og sætabrauð úr gæðahráefni. Við keppumst við að skapa notalegt andrúmsloft og veita persónulega þjónustu. Bakarameistararokkar hafa samanlagða áratugareynslu í framleiðslu á lúxus handunnum bakarísvörum. Við erum handverksbakarí og því er notkun stórra véla takmörkuð. Hér er allt lagað í höndunum eins mikið og hægt er og getum við því með sönnu boðið upp á handbragð meistarans. Á hverjum degi framleiðum við margar tegundir af brauði. Meðal annars úr súrdeigi sem við lögum frá grunni. Við notum ýmis spennandi hráefni sem við blöndum í brauðin okkar eftir kúnstarinnar reglum. Byggmjöl, rúgkjarnar, sólkjarnar, graskersfræ og spíraður rúgur er aðeins brot af því sem við notum daglega til að gera brauðin okkar algerlega einstök. Til dæmis er byggmjölið sem við notum í okkar vörur, framleitt hjá Móðir Jörð ehf í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. En það er fyrirtæki í lífrænni ræktun og matvælaframleiðslu. Byggmjölið er malað úr heilkorna bankabyggi og hefur því alla sömu næringarfræðilegu kosti. Einnig bjóðum við upp á sérbrauð eins og glúteinlaus og hveiti / gerlaus. SÆTABRAUÐIÐ Við bjóðum líka daglega upp á mikið úrval af sætabrauði. Allt frá smástykkjum eins og sérbökuðum vínarbrauðum, hunangsbollum, hafraklöttum, kanilsnúðum og marsípanstykkjum og upp í stórar tertur með marsípani, súkkulaði, sykurmassa eða þeyttum rjóma. KAFFIHÚSIÐ Kíktu endilega í heimsókn við tækifæri og skoðaðu úrvalið af því sem við höfum upp á að bjóða. Sjón er sögu ríkari. Við erum staðsett að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði. SESAM Brauðhús er opið er alla virka daga frá 7.30 til 16.30 og laugardaga frá 9.00 til 15.00.   Verið ávallt velkomin. 
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft. Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal. Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti. Öll húsin eru með aðgangi að interneti.  Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.  http://www.mjoeyri.is
Randulffs-sjóhús
Randulffssjóhús á Eskifirði er starfrækt í samvinnu við Ferðaþjónustuna Mjóeyri og er þar rekið veitingahús yfir sumartímann þar sem boðið er upp á mat úr héraði. Randulffssjóhús er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins og er með matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Hægt er að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Þar starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.  Randulffssjóhús er í eigu Sjóminjasafns Austurlands. Húsið var byggt um 1890 og var lengst notað sem síldarsjóhús en síðan Sjóminjasafnið eignaðist það hefur það tengst safnastarfi safnsins. Sjóhúsið er núna opið almenningi. Búið er að koma upp gestamóttöku í sjóhúsinu og þar er matsalur sem rúmar allt að áttatíu manns.  Auk gestamóttöku og matsölu er hluti hússins nýttur til sýningarhalds á hlutum  sem tengdir eru sjóhúsinu og þeirri starfsemi sem þar hefur verið í gegn um tíðina. Á efri hæðinni er verðbúð sjómannanna í sinni upprunalegu mynd og sýningarsalur. Húsið er tilvalið fyrir hópa sem vilja eiga glaðan dag, til dæmis ættarmót, grillveislur og annan mannfögnuð og fer vel um allt að 80 manna hópa.   Saga Randulffssjóhúss í stuttu máli  Upp úr 1870 hafði síldveiði verið stunduð í Noregi um langan tíma og voru aðferðir við veiðarnar orðnar þróaðar og voru síldveiðar norðmanna stór atvinnuvegur. En um þetta leiti hvarf síldin við Noreg og stóðu menn uppi ráðalausir.  Fréttist þá frá farmönnum sem höfðu siglt til Íslands, að þar væru mikla síld að sjá inni á Austfjörðum og einnig á Eyjafirði. Ákváðu þá nokkrir síldveiðimenn að fara til Íslands og kanna veiðiskap þar. Þá kunnu Íslendingar enga leið til þess að veiða síldina, þó að nóg væri til af henni við fjöruborðið og urðu að láta sér nægja að dorga fyrir þorsk.  Var þetta fyrir almenna fátækt og þekkingarleysi. Fluttu því nokkrir Norðmenn veiðibúnað sinn hingað, fyrst til Austfjarða og síðan til Eyjafjarðar og veiddu vel. Með þeim fyrstu sem komu til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, voru Peter Randulff, sem settist að á Hrúteyri  við Reyðarfjörð og J.E. Lehmkuhl sem byggði upp veiðistöð sína á Eskifirði, á þeim stað þar sem Jóhann Klausen byggði Netaverkstæði árið 1960  Norðmaðurinn Fredrik Klausen sá um síldveiðarnar fyrir Lehmkuhl og flutti til Eskifjarðar með sína fjölskyldu. Nokkrum árum síðar byggði Lehmkuhl aðra veiðistöð skammt innan við stöð Randulffs á Reyðarfjarðar ströndinni. Lehmkuhl og Randulff, unnu mikið saman og þegar Peter Randulff byggði Randulffssjóhúsið á Eskifirði árið 1890 þá mun sonur Fredriks, Þorgeir Klausen hafa tekið við stjórnun á síldveiðunum á nýju stöðinni. Þorgeir Klausen kvæntist dóttur Randulffs og þegar Randulff féll frá árið 1911 mun Þorgeir og bróðir hans Friðrik hafa eignast sjóhúsið, en það hefur alla tíð síðan verið kallað Randulffs-sjóhús. Þeir bræður stunduðu svo síldveiðar í botnnet og lagnet og notuðu til þess lítinn mótorbát, ásamt gömlu nótabátunum sem voru róðrarbátar.  Einnig veiddu þeir þorsk sem var saltaður og þurrkaður, eins og gert var áður en frystihúsin komu til sögunnar.  Eftir að þeir bræður Þorgeir og Friðrik féllu frá, á árunum 1955-1960 eignuðust börn þeirra húsið og var það í umsjá Thors Klausen sem var sonur Friðriks. Thor var mikill veiðimaður og veiddi hann bæði síld og þorsk og einnig veiddi hann með byssu sinni, sel og hnísu, sem er minnsti hvalur við Ísland og sjófugla á vetrum og notaði hann þá alltaf lítinn róðrarbát.  Síðari árin stundaði hann kolaveiðar í net á litlum trillubát og gaf hann safninu báða þessa báta. Sjóminjasafn Austurlands keypti helming sjóhússins og bryggjunnar af dóttur Þorgeirs, árið 1982 og nokkrum árum síðar gaf Thor safninu sinn hluta eignarinnar. Safnið hefur endurbætt húsið og bryggjuna, þannig að það er að mestu leiti eins og það var upphaflega.  Thor lést í umferðarslysi árið 2004.                    
Nesbær kaffihús
Nesbær kaffihús er staðsett í Neskaupstað. Nesbær hefur verið vinsæll staður fyrir fólk til að setjast niður og slaka á í áraraðir. Hann er staðsettur í gömlu húsi sem var byggt 1907 í miðbæ Neskaupstaðar. Nesbær bíður upp á ómótstæðilegar tertur, létta rétti og góðan kaffibolla. Kaffibollinn er vanalega unnin með baunum frá Guatemala. Þeir hafa kaffi í margslags formi. Eins og Kaffi Latte, Frappocino, Cappucino og meira. Nesbær leggur áhersla á að gera heimabakaða tertur og bakkelsi fyrir kúnnana. Nesbær er með internet og aðstöðu til að halda fundi. Það er hægt að finna ýmisslegt í Nesbæ kaffihús. Eins og mikið úrval af garni, gjafakort, prjóna, lítið notuð föt, heimagerðar ullarpeysur og gjafavara. Ef það fæst ekki í Nesbæ þá þarftu ekki á því að halda 😉 Nesbær heilsar þér með vinalegu viðmóti og hlakkar til að sjá ykkur í kaffi.

Aðrir (4)

Olís - Þjónustustöð Hafnarbraut 19 740 Neskaupstaður 477-1500
Hótel Capitano Hafnarbraut 50 740 Neskaupstaður 477-1800
Olís - Þjónustustöð Hafnarbraut 19 740 Neskaupstaður 477-1500
Kaffi Sumarlína Búðavegur 59 750 Fáskrúðsfjörður 4751575