Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Dalatangaviti

Á Dalatanga eru tveir vitar. Þann eldri lét útgerðarmaðurinn Ottó Wathne byggja árið 1895. Hann kostaði sjálfur byggingu vitahússins sem er hlaðið úr blágrýti með steinlími á milli. Danska vitamálastofnunin lagði svo til ljóstæki, steinolíulampa og spegil til að magna ljósið. Að byggingu lokinni tók landssjóður rekstur vitans að sér. Yngri vitinn var reistur árið 1908 og er enn í notkun.

Ekið er út á Dalatanga úr Mjóafirði. Þegar Dalatangi birtist er því líkast sem maður sé staddur á eyju inn í landi. Austar er ekki hægt að aka. Við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.

Á Dalatanga er verðurathugunarstöð og hafa þar farið fram reglubundnar veðurmælingar frá árinu 1938.

Dalatangaviti

Dalatangaviti

Á Dalatanga eru tveir vitar. Þann eldri lét útgerðarmaðurinn Ottó Wathne byggja árið 1895. Hann kostaði sjálfur byggingu vitahússins sem er hlaðið úr
Dalatangi

Dalatangi

Leiðin út á Dalatanga liggur eftir mjóum slóða sem fikrar sig út eftir Mjóafirði. Ekið er meðfram skriðum og hamrabrúnum, framhjá fossum og giljum. Er