Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Djáknadys

Djáknadys er laus grafhýsi (dys) norðan megin við Hamarsfjörð. Sagan segir að á þessum stað hafi presturinn á Hálsi og djákninn á Hamri hist og þeir barist til dauða. Voru þeir báðir dysjaðir á staðnum og er nafn Djáknadysjar þannig tilkomið. Sagt er að sú kvöð hvíli á vegfarendum sem fara fram hjá dysinni í fyrsta sinn að þeir verði að kasta steinvölu í dysina, einni fyrir sig og einnig einni fyrir hvorn, hund og hest, ef með eru, annars muni þeir lenda í ógöngum. Aðrar sögur segja að leggja skuli þrjá steina í dysina. Um þetta er gamla vísan:

Að flýta sér að fara af baki

og fleygja steini

yfir djákna aldurhniginn

er það gæfa á ferðastiginn.

Það skal tekið fram að í dag er dysin friðuð svo það er bæði bannað að bæta steinum við dysina og taka steina úr henni. 

Djáknadys

Djáknadys

Djáknadys er laus grafhýsi (dys) norðan megin við Hamarsfjörð. Sagan segir að á þessum stað hafi presturinn á Hálsi og djákninn á Hamri hist og þeir b

Hamarsfjörður

Hamarsfjörður, sem liggur á milli Berufjarðar og Álftafjarðar, er algjör náttúruparadís. Fjörðurinn er einstaklega fallegur og býður upp á marga mögul
Arctic Fun

Arctic Fun

Við hjá Arctic Fun bjóðum upp á kajak ferðar á Austurlandi við Djúpavog - sérsníðnar ferðir sem henta öllum. Upplagt tækifæri fyrir einstaklinga, fjöl
Bragðavallakot

Bragðavallakot

Bragðavallakot - sumarhúsÁ Bragðavöllum við Hamarsfjörð er boðið upp á gistingu í 2-8 manna sumarhúsum. Húsin er bjálkahús með öllu því nauðsynlegasta
Bragðavallakot

Bragðavallakot

Baggi er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í notalegum sumarhúsum. Við erum staðsett í sveitinni nálægt hringveginum á Austurlandi. Það tek
Adventura ehf.

Adventura ehf.

Adventura er lítið gistiheimili og ferðaskrifstofa í Hamarsfirði í Djúpavogshreppi. Meðal þeirra ferða sem aðstandendur Adventura bjóða upp á eru nátt
Búlandstindur

Búlandstindur

Búlandstindur er 1069 metra hátt basaltfjall í Djúpavogshreppi og er talinn vera um 8 milljón ára gamall. Búlandstindur er tákn Djúpavogs enda þykir f
Teigarhorn

Teigarhorn

Teigarhorn við Berufjörð er þekkt annars vegar fyrir merkilegar jarðmyndanir og hins vegar atvinnu- og menningarsögu. Jörðin öll var friðlýst sem fólk
Hálsaskógur

Hálsaskógur

Hálsaskógur er á Búlandsnesi, skammt vestan við Djúpavog. Skógurinn er afar skemmtilegur en hann hefur verið grisjaður og þar settar upp trjátegundame