Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Minnisvarði um Vopnfirðingasögu

Vopnfirðingasaga er ein af bókum Íslendingasagnanna. Talið er að hún hafi verið rituð á fyrri hluta 13. aldar (1225-1250) og gerist hugsanlega á tímabilinu 960-990. Söguslóðir eru í Vopnafirði og í raun á mjög afmörkuðu svæði, að mestu í austanverðum Hofsárdal, frá Böðvarsdal við sjó og inn til dala og heiða. Í dag er auðvelt að komast að og/eða sjá flesta staði sem getið er í sögunni. Vopnfirðingasaga lýsir átökum tveggja höfðingjaætta sem snúast um ágirnd, græðgi, valdabaráttu og vináttu, auk þess sem fjölbreyttar persónu- og mannlífslýsingar einkenna söguna. 

Í fornleifarannsóknum árið 2006 fannst skálatóft frá tímum hinna fornu Hofverja rétt við kirkjuna á Hofi.

Ein aðalpersóna sögunnar, Helgi Þorgilsson, sem síðar fékk viðurnefnið Brodd-Helgi, var alinn upp á Hofi og varð síðar bóndi og goðorðsmaður á Hofi. Þegar Helgi var ungur batt hann mannbrodd á enni griðungs þannig að honum gengi betur í baráttu við önnur naut og kemur viðurnefnið þaðan. Á unglingsárum blandaði Brodd-Helgi sér í deilur bændanna Svarts og Skíða og fékk Svart dæmdan sekan. Svartur flúði upp á Smjörvatnsheiði. Brodd-Helgi sótti þar að honum vígalegur mjög með skjöld og steinhellu sem hann girti í brók sína neðan við skjöldinn. Felldi hann Svart og varð af því frægur.

Frá barnæsku var mikið vinfengi með Brodd-Helga og Geiti í Krossavík. Brodd-Helgi átti Höllu, systur Geitis, og sonur þeirra Bjarni Brodd-Helgason var fóstraður upp í Krossavík. En afskipti þeirra vina af örlögum og eigum Hrafns Austmanns sem hafði vetursetu í Krossavík og hvarf þegar setið var að vetrarblóti í Haga varð til þess að vinátta þeirra kólnaði. Brodd-Helgi skildi við Höllu og kvæntist Þorgerði silfru úr Fljótsdal. Deilumál þeirra fyrrum vinanna mögnuðust og urðu að fullum fjandskap.

Þingmenn þeirra Geitis og Brodd-Helga lentu í deilum og allt varð til að slíta vinfengi þeirra. Jókst ójöfnuður Brodd-Helga svo að bændum þótti nóg komið. Talið er að Geitir hafi fellt Brodd-Helga á vorþingi í Sunnudal. Fyrir áeggjan Þorgerðar stjúpu sinnar vó Bjarni Geiti fóstra sinn og frænda. En sagan var ekki öll. Þorkell sonur Geitis tók við goðorði föður síns en Bjarni Brodd-Helgason við goðorði að Hofi. Höfðu þeir alist upp saman í Krossavík og voru systkinasynir.

Bjarni reyndi að sættast við Þorkell en tókst ekki og Þorkatli mistókst í þrígang að hefna. Lokaátökin urðu svo á orrustuvelli við Eyvindarstaði. Bjarni fór með sigur af hólmi, sættist hann síðar við Þorkell og bauð honum að Hofi til dvalar. Þriggja áratuga hefndum var þar með lokið.

Minnisvarði um Vopnfirðingasögu

Vopnfirðingasaga er ein af bókum Íslendingasagnanna. Talið er að hún hafi verið rituð á fyrri hluta 13. aldar (1225-1250) og gerist hugsanlega á tímab
Hofskirkja

Hofskirkja

Prestsetrið á Hofi hefur skipað stóran sess í sögu Vopnafjarðar frá upphafi, bæði sem stórbýli og höfðingjasetur. Þar var höfuðstaður Hofverja, ættar
Ferðaþjónustan Síreksstöðum

Ferðaþjónustan Síreksstöðum

Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 fermetra sumarhús í boði f
Þverárgil

Þverárgil

Þverárgil í Vopnafirði er einstaklega fallegt gil þar sem sjá má litríkt líparít, súrt innskotsberg frá gamalli megineldstöð, sem stingur skemmtilega
Álfkonusteinn gönguleið

Álfkonusteinn gönguleið

Töluverðan spöl fyrir ofan bæinn Bustarfell í Vopnafirði stendur stór steinn sem kallast Álfkonusteinn. Tiltölulega létt er að ganga frá Bustarfelli a
Minjasafnið á Bustarfelli

Minjasafnið á Bustarfelli

Minjasafnið á Bustarfelli - Lifandi safn  Allt frá árinu 1982 hefur Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði verið rekið sem sjálfseignarstofnun en þá g