Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Breiðdalssetur

- Söfn og setur

Í húsnæði setursins er sýning um notkun borkjarna til að varpa ljósi á leyndardóma íslenskrar jarðfræði, þar á meðal eldgosin í Surtsey og hraunstaflann mikla sem myndar Austurland. Einnig getur þar að líta upplýsingar um fræðimennina George Walker og Stefán Einarsson og muni úr þeirra fórum.

George Walker var einn fremsti eldfjallafræðingur 20. aldarinnar. Hann vann brautryðjendarannsóknir á jarðsögu Íslands á Austurlandi, kortlagði meðal annars hina fornu Breiðdalseldstöð og renndi stoðum undir flekakenninguna. Breiðdælingurinn Stefán Einarsson var prófessor í málvísindum við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann var afkastamikill og fjölhæfur fræðimaður, einkum á sviði hljóðfræði og bókmenntafræði, og sennilega hefur enginn fyrr og síðar kynnt Ísland og íslenskar bókmenntir jafn ítarlega fyrir enskumælandi heimi.

Opnunartími safnsins

Sumaropnun (1. júní til 31. ágúst):

Sunnudaga - fimmtudaga kl. 12:00-16:00

Lokað er á föstu- og laugardögum. Aðgangur ókeypis.

Vetraropnun (1. september - 31. maí)

Engir fastir opnunartímar eru á veturna. Starfsfólk er yfirleitt á staðnum milli 10:00- 16:00 á virkum dögum og gestum er velkomið að líta við. Einnig er hægt að bóka heimsóknir fyrirfram á netfangið mariahg@hi.is. Verið velkomin!

Breiðdalssetur

Breiðdalssetur

Í húsnæði setursins er sýning um notkun borkjarna til að varpa ljósi á leyndardóma íslenskrar jarðfræði, þar á meðal eldgosin í Surtsey og hraunstafla
Hótel Breiðdalsvík

Hótel Breiðdalsvík

Hótel Breiðdalsvík er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar eitt. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum með baði, sjónv
Breiðdalsvík

Breiðdalsvík

Breiðdalsvík er lítið og tiltölulega ungt fiskiþorp sem leynir á sér. Þaðan sem þorpið stendur við ströndina er fagurt útsýni yfir svartar strendur og
Tinna Adventure

Tinna Adventure

Við hjá Tinna Adventure erum einlægir áhugamenn um ferðamennsku og íslenska náttúru. Hvort sem það er í bíl, á hjóli eða fótgangandi þá viljum við dei
Tjaldsvæðið Breiðdalsvík

Tjaldsvæðið Breiðdalsvík

Á bak við Hótel Bláfell, við hliðina á leikskólanum, er tjaldstæðið staðsett.  Þar er heitt og kalt rennandi vatn og salernisaðstaða. Frábær aðstaða á
Hamar Kaffihús

Hamar Kaffihús

Utan afgreiðslutíma tökum við á móti einstaklingum og hópum í kaffi eða veitingar. Einnig er hægt að leigja salinn hjá okkur undir einkasamkvæmi. Ýmis
Meleyri

Meleyri

Meleyri er falleg strönd fyrir innan þorpið Breiðdalsvík. Svæðið hentar vel til gönguferða og útivistar og þar er ríkulegt fuglalíf. Heimamenn nýta sv

Aðrir (1)

Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps Selnesi 25 760 Breiðdalsvík 470-5575