Í húsnæði setursins er sýning um jarðfræði Íslands og birtingarmyndir hennar á Austurlandi. Einnig getur þar að líta upplýsingar um fræðimennina George Walker og Stefán Einarsson og muni úr þeirra fórum.
George Walker var einn fremsti eldfjallafræðingur 20. aldarinnar. Hann vann brautryðjendarannsóknir á jarðsögu Íslands á Austurlandi, kortlagði meðal annars hina fornu Breiðdalseldstöð og renndi stoðum undir flekakenninguna. Breiðdælingurinn Stefán Einarsson var prófessor í málvísindum við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann var afkastamikill og fjölhæfur fræðimaður, einkum á sviði hljóðfræði og bókmenntafræði, og sennilega hefur enginn fyrr og síðar kynnt Ísland og íslenskar bókmenntir jafn ítarlega fyrir enskumælandi heimi.
Opnunartími safnsins
Sumaropnun (1. júní til 31. ágúst):
Sunnudaga - fimmtudaga kl. 12:00-16:00
Lokað er á föstu- og laugardögum. Aðgangur ókeypis.
Vetraropnun (1. september - 31. maí)
Þriðjudaga - fimmtudaga kl. 14:00-16:00
Hópar geta bókað heimsóknir á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hafið samband á netfangið mariahg@hi.is.