Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Golfvöllurinn í Neskaupstað
Grænanesvöllur er völlur golfklúbbs Norðfjarðar. Völlurinn er níu hola, par 70 og var gerður árið 1965. Hann er inni af botni fjarðarins, þykir einstaklega skemmtilegur völlur og ekki skemmir hve umhverfið er sérlega fallegt. Ekið er af vellinum eftir afleggjara til móts við býlið Miðbæ.
Golfvöllurinn Eskifirði
Golfvöllur hefur verið á Eskifirði síðan árið 1979 og ber hann heitið Byggðarholtsvöllur. Hann er níu hola og staðsettur sunnan Eskifjarðarár, innan byggðarinnar. Umhverfið er fjölbreytt og er mál kylfinga að hann sé einstaklega skemmtilegur viðureignar.
Golfvöllurinn á Reyðarfirði
Golfvöllur Golfklúbbs Fjarðabyggðar nefnist Kollur og er staðsettur í hlíðinni rétt innan við bæinn á Reyðarfirði.  Völlurinn er 9 holu, par 70 og umvafinn fallegu umhverfi. Þá þykir völlurinn þægilegur yfirferðar og fallegt útsýni er af teigum 3, 4 og 7. Við golfskálann er 9 holu púttvöllur.
Golfvöllurinn á Seyðisfirði
Golfvöllurinn á Seyðisfirði er Hagavöllur, 9 holu golfvöllur rétt innan við kaupstaðinn, hægra megin vegarins áleiðis upp á Fjarðarheiðina til Egilsstaða. Huggulegur golfskáli tekur á móti gestum áður en gengið er á 1.teig. Hagavöllur er annálaður fyrir breiðar brautir, einstaka kyrrð og nálægð við fjallahringinn.
Golfvöllurinn í Fellabæ
Hægt er að bregða sér í golf á vellinum í Fljótsdalshéraði. Þar er huggulegur 9 holu völlur sem rekinn er af golfklúbbi Fljótsdalshéraðs. Völlurinn heitir Ekkjufellsvöllur og par 70 auk þess að státa af einni par-5 braut, sex par-4 braum og tveimur par-3 brautum.
Golfvöllur Vopnafjarðar - Skálavöllur
Golfvöllur Vopnafjarðar, Skálavöllur, er 9 holu völlur, sem legu sinnar vegna hefur ákveðna sérstöðu meðal golfvalla á Íslandi. Hæðótt landslagið, í sumum tilfellum skáskorið getur verið ögrandi viðureignar fyrir leikmenn og þrátt fyrir smæð skortir fjölbreytnina ekki. Fagurt umhverfi og útsýni, með myndarleg Krossavíkurfjöllin handan fjarðarins, eykur enn á ánægju íþróttarinnar.