Í ár eru liðin 50 ár frá því að Teigarhorn var friðlýst sem náttúruvætti en svæðið er einn þekktasti fundarstaður geislasteina í heimi.
Af því tilefni verður boðið upp á fyrirlestur næstkomandi sunnudag, þann 7. september á milli kl 13:00-13:30. Þar mun María Helga Guðmundsdóttir jarðfræðingur, flytja fyrirlestur um kortlagningu jarðfræði Austurlands og ræða um sérstöðu svæðisins.
Í framhaldinu klukkan 13:30 verður opnuð ljósmyndasýning á verkum Nicoline Weywadt (1848–1921) sem bjó og starfaði á Teigarhorni. Sýningin gefur innsýn í störf hennar og sýnir hvernig hún fangaði fólk og samfélag síns tíma.
Viðburðirnir fara báðir fram í gömlu fjárhúsunum á Teigarhorni, þar sem næg bílastæði eru.
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta og fagni með okkur þessum tímamótum. Í boði verðar léttar veitingar