Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á fætur í Fjarðabyggð

22.-29. júní

Göngu- og gleðivika fyrir alla fjölskylduna

 

Á fætur í Fjarðabyggð

 1. júní - 29. júní 2024Laugardagur 22. júní


Kl. 10:00

 1. Göngu- og bátsferð á Barðsneshorn

Kl. 21:00

Kvöldvaka í Randulffs-sjóhúsi Eskifirði

Lifandi tónlist.
Frítt inn í boði Egersund Ísland.

 

Sunnudagur 23. júní

Kl. 10:00

 1. Gönguferð um Afréttina milli Dalatanga og Skálanesbjargs

Kl. 16:00

 1. Söguganga um þorpið í Mjóafirði.

Mæting við Sólbrekku í Brekkuþorpi þar sem ferðin endar.
Fararstjóri Sigfús Vilhjálmsson á Brekku og verður Stefán Vilhjálmsson einnig með í ferðinni.
Verð kr. 1.000 -

Kl. 18:00
Kvöldvaka í eða við Sólbrekku í Mjóafirði.
Lifandi tónlist, sögur og veitingar í boði Landsbankans.

Mánudagur 24. júní

Kl. 10:00

 1. Goðaborg 1132 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)

Kl. 18:00

 1. Fjölskylduganga í Teignum í Fannardal (göngugarpaferð)

Kl. 20:00

Kvöldvaka í Teignum í Fannardal.

Lifandi tónlist og veitingar, á vegum ferðafélags Fjarðamanna, kvöldvakan er í boði Síldarvinnslunnar.

 

Þriðjudagur 25. júní

 

Kl. 10:00

 1. Hólmatindur 985 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni).

Mæting á bílastæðinu við eyðibýlið Sómastaði.

Kl. 17:30
7. Fjölskylduganga frá eyðibýlinu Hólmum og út í Leiðarhöfða (göngugarpaferð)

Mæting við gamla kirkjugarðinn á Hólmum sem er utan við álver Alcoa.

Kl. 20:00

Tónleikar með Mugison í Menningarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.

Tónleikarnir eru hluti af tónleika maraþoni Mugisons sem ætlar að spila í 100 kirkjum í 100 póstnúmerum á innan við ári.

Miðaverð 4.500 kr í forsölu á tix.is eða 5.500 kr við hurð.

Miðvikudagur 26. júní

Kl. 10:00

 1. Dýjatindur í Breiðdal 834 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)

Mæting utan við Gljúfraborg innan við þéttbýlið á Breiðdalsvík.

Kl. 18:00

 1. Fjölskylduganga í landi Bæjarstaða og Landa milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar (göngugarpaferð)

Mæting við bílastæðið við Söxu.

Kl. 20:00

Kvöldvaka í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði.

Lifandi tónlist og veitingar, í boði Steinasafns Petru og Launafls.

 

Fimmtudagur 27. júní

Kl. 10:00

 1. Bunga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar 805 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)

Mæting við bæinn Berunes í sunnanverðum Reyðarfirði.

Kl. 18:00

 1. Fjölskylduganga út brúnirnar fyrir utan Kolfreyjustað við norðanverðan Fáskrúðsfjörð (göngugarpaferð)

Mæting við Leiti utan við Kolfreyjustað.

Kl. 20:00

Kvöldvaka í Pálshúsi við Kolfreyjustað

Lifandi tónlist og veitingar.

Kvöldvakan er í umsjá Gönguklúbbs Suðurfjarða og í boði Loðnuvinnslunnar.

Föstudagur 28. júní

Kl. 10:00

 1. Svartafjall 1021 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)

Mæting á gamla veginum yfir Oddsskarð, Eskifjarðar megin.

Kl. 14:00

 1. Fjölskyldu fjallganga á Sellátratind (göngugarpaferð)

Mæting við skíðaskálann í Oddsskarði.

kl. 20:00
Sjóræningjakvöldvaka á Mjóeyri við Eskifjörð

Lifandi tónlist, veitingar, varðeldur, fjársjóðsleit og fleira skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri.
Sjóræningjakvöldvakan er í boði Kaldvík laxeldi.

Laugardagur 29. júní

Kl. 10:00

 1. Víkurheiði- Hellisfjörður- Vöðlavík. U.þ.b 15 km

Mæting á Mjóeyri við Eskifjörð kl 9:30 þar sem sameinast er í bíla.

Kl. 13:00
15. Fjölskylduganga upp með Karlsstaðará í Vöðlavík og niður með Kirkjubólsá

Mæting við skála Ferðafélags Fjarðamanna að Karlsstöðum í Vöðlavík (4x4)

Kl. 20:00

Lokakvöldvaka á Mjóeyri

Útisvið, lifandi tónlist, varðeldur, veitingar og veittar viðurkenningar gönguvikunnar og nátturuskólans.

Lokakvöldvakan er í boði Eskju.

Kl. 22:00 – 01:00
Sjóhúspartí á Randulffs-sjóhúsi.

18 ára aldurstakmark.

Frítt inn í boði Randulffs-sjóhúss.

Hægt er að kaupa Gönguvikukort sem veitir aðgang af öllum viðburðum gönguvikunnar.

Kortið fæst hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri, á Randulffs-sjóhúsi og hjá fararstjórum göngu- og gleðivikunnar.

Kortið kostar 25.000 kr.

 

Hægt er að kaupa göngukort Ferðafélags Fjarðamanna og Göngufélags Suðurfjarða á eftirtöldum stöðum:

Neskaupstaður: Súnbúðin.

Eskifjörður: Randulffs-sjóhús og Ferðaþjónustan Mjóeyri.

Reyðarfjörður:Veiðiflugan.

Vöðlavík: hjá skálavörðum.

Fyrir unga göngugarpa:

Frítt er fyrir 16 ára og yngri í gönguvikuna, nema annað sé tekið fram, en skilyrði er að börn séu í fylgd með fullorðnum.

Börn 12 ára og yngri og heldriborgarar 67 ára og eldri geta hlotið nafnbótina Göngugarpur Gönguvikunnar með því að fara í allar fjölskyldugöngurnar sem eru á virku dögunum í gönguvikunni og fá viðurkenningu á lokakvöldvökunni.

Unglingar 15 ára og yngri þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar í fimm fjalla leiknum og fá viðurkenningu á lokakvöldvökunni. Skilyrði að vera í fylgd með fullorðnum.

Náttúrufræðinámskeið fyrir 8-10 ára á vegum Náttúrustofu Austurlands og Ferðaþjónustunnar Mjóeyri verður alla virku dagana eða 26.-30. júní frá kl. 9:00 – 12:00. Námskeiðið fer fram á Mjóeyri og nágrenni.

Fjallagarpur gönguvikunnar:
Til þess að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar þarf að safna stimplum hjá fararstjórum fyrir hvert gengið fjall. Fullstimpluðu skjali er afhent fararstjóra í lok síðustu göngu og er veitt viðurkenning, á lokakvöldvöku Göngu- og gleðivikunnar, fyrir afrekið.

Gönguvikufjöllin fimm eru:
Goðaborg 1132 m, Hólmatindur 985 m, Dýjatindur 834 m, Bunga 835 m og Svartafjall 1021 m.

Sundlaugar í Fjarðabyggð:

Norðfjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, pottum, gufubaði, líkamsræktarstöð og frábærri sólbaðsaðstöðu. Opið virka daga frá 07:00-21:00 og um helgar frá 10:00-18:00.

Eskifjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, heitum pottum, gufubaði og líkamsræktarstöð. Opið virka daga frá 07:00-21:00 og um helgar frá 10:00-18:00.

Stöðvarfjörður: Lítil útilaug með heitum potti, opin virka daga frá 13:00-19:00, og um helgar frá 13:00-17:00.

Breiðdalsvík, lítil útilaug með heitum potti, opin virka daga frá.14:00-20:00 og 13:00-17:00 um helgar

Fáskrúðsfjörður, notaleg innilaug með með heitum útipotti, opin virka daga frá 16:00-19:00, lokað um helgar.

GPS punktar

N64° 59' 15.330" W14° 10' 19.996"

Fleiri viðburðir