Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á fætur í Fjarðabyggð: Hólmatindur og fjölskylduganga í Hólmum

25. júní kl. 10:00

Kl. 10:00

  1. Hólmatindur 985 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni).

Mæting á bílastæðinu við eyðibýlið Sómastaði.

Gengið frá Sómastöðum yfir Grjótá og upp með henni upp í Grjótárdal, þaðan sem gengið er á tindinn. Frábært útsýni yfir Eskifjörð og Reyðarfjörð.

Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.

Verð kr. 3.000 -

Kl. 17:30
7. Fjölskylduganga frá eyðibýlinu Hólmum og út í Leiðarhöfða (göngugarpaferð)

Mæting við gamla kirkjugarðinn á Hólmum sem er utan við álver Alcoa.

Gengið út með sjónum að Biskupsbás og um Leiðarhöfðavík þaðan sem gengið er á höfðann.

Fararstjóri Elías Jónsson (Elli á Hólmum), s. 844 8570.

Verð kr. 1.000 -

Kl. 20:00

Tónleikar með Mugison í Menningarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.

Tónleikarnir eru hluti af tónleika maraþoni Mugisons sem ætlar að spila í 100 kirkjum í 100 póstnúmerum á innan við ári.

Miðaverð 4.500 kr í forsölu á tix.is eða 5.500 kr við hurð.

GPS punktar

N65° 3' 31.787" W14° 3' 27.025"