Upplýsingar um verð
Lærðu á líkama þinn með aðferð hinna fornu indversku lífsvísinda Ayurveda.
Miðvikudaginn 28.febrúar mun Heiða Björk ayurvedasérfræðingur fjalla um grunnhugtökin í ayurveda lífsvísindunum og líkams- og hugargerðirnar sjö. Við fæðumst öll með tiltekna líkams- og hugargerð sem fylgir okkur ævina á enda. Hún er eins og DNA-ið okkar. Breytist ekki yfir ævina. Á námskeiðinu verður kennt hvernig við getum ákvarðað hver okkar líkams- og hugargerð er; lært hvernig á að halda okkur í jafnvægi og að mestu sjúkdómalausum; hvernig veikindi þróast skv ayurveda lífsvísindunum og þátttakendum kennt að túlka tungumál líkamans. Hvernig líkaminn lætur okkur vita hvað sé að.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 9:00 og lýkur klukkan 12:30. Að námskeiði loknu verður boðið upp á hádegisverð í anda Ayurveda. Einnig verður boðið upp á meltingar- og efnaskiptate sem vinsælt er í ayurveda. Punktar yfir helstu atriði sem fjallað er um verða sendir þátttakendum í tölvupósti áður en námskeið hefst.
Heiða Björk gaf út bók um ayurveda lífsvísindin í október síðastliðinn: Ayurveda. Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Leiðarvísir umi ndversku lífsvísindin. Þátttakendum býðst að kaupa eintak á tilboðsverði.
Heiða Björk nam ayurveda lífsvísindin við Kerala Ayurveda Academy, og útskrifaðist þaðan sem Ayurveda Practitioner eftir þriggja ára nám. Hún er einnig með þriggja ára nám að baki í næringarþerapíu og mastersgráðu í stjórnun umhverfismála. Hún hefur mikinn áhuga á áhrifum umhverfisins á heilsu og nýtir einnig ýmis atriði úr næringarþerapíunni þegar hún heldur námskeið um ayurveda lífsvísindin, til að tengja hin fornu indversku fræði betur við veruleika Vesturlandabúa.
Nánar má lesa um Heiðu Björk og ayurveda lífsvísindin á vef Ástar og friðar, www.astogfridur.is