Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Rask

6. júní - 31. ágúst
Sýningin er opin frá 6. júní - 31. ágúst
Opnun 6. júní kl. 15:00
Rask er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Á sýningunni RASK mætast þær Agnieszka Sosnowska ljósmyndari og Ingunn Snædal ljóðskáld. Samspil ljósmynda og ljóða birtist sem vitnisburður um þróun lands og eyðingu. Þessar ólíku listakonur bregðast á næman hátt við list hvor annarrar og því sem þær skynja og upplifa í röskuðu og rofnu umhverfi.
Jarðvegsrof á Austurlandi er víða umtalsvert og óstöðvandi. Í hringiðu rofsins bjóða þær Agnieszka og Ingunn okkur að doka við og skynja núið. Austurland er heimili þeirra, fortíð og framtíð – sögusviðið draga þær upp í myndum og ljóðum.
Agnieszka Sosnowska er fædd í Varsjá en ólst upp í Boston. Hún nam við Massachusetts College of the Arts og Boston University. Verk hennar hafa m.a. verið sýnd á Listasafni Íslands, Listasafni Akureyrar og Ljósmyndasafni Íslands auk þess sem myndir hennar hafa birst víða á prenti.
Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum og ólst upp á Jökuldal. Ingunn stundaði nám við Kennaraháskóla Íslands, Háskólann í Galway og Háskóla Íslands. Fyrir ljóðabækur sínar hefur hún hlotið Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og að auki hreppt verðlaun fyrir þýðingar sínar.
Hjólastólaaðgengi.
//
Exhibition is open from June 6 - August 31
Opening at June 6 at 3pm
The exhibition Rask is a part of Reykjavík Arts Festival. 
The exhibition RASK brings together photographer Agnieszka Sosnowska and poet Ingunn Snædal. The interplay of photography and poetry creates a testimony of the development and erosion of land. In highly perceptive ways, these two different artists react to each other’s creations and what they sense and experience in a disturbed, eroded environment.
Many areas of Eastern Iceland are marked by considerable and unstoppable erosion. Surrounded by this erosion, Agnieszka and Ingunn invited us to stop and take in the moment. Eastern Iceland is their home, past and future - a world that they depict in images and words.
Warsaw-born Agnieszka Sosnowska grew up in Boston and studied at the Massachusetts College of the Arts and Boston University. Her works have appeared in various print media as well as at the National Gallery of Iceland, Akureyri Art Museum and the Icelandic Photography Museum, to name a few.
Ingunn Snædal was born in Egilsstaðir and grew up in Jökuldalur. Ingunn studied at the Icelandic College of Teaching, University of Galway and the University of Iceland. Her poetry and translations have received numerous awards.
Wheelchair access.
 

GPS punktar

N65° 15' 35.766" W14° 24' 31.632"

Fleiri viðburðir