Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bláa kirkjan: Olga Vocal Ensemble – Fragments

9. júlí kl. 20:00-22:00

Upplýsingar um verð

4000

Tónleikarnir Fragments eru í formi sögu, sem er áhrifarík og hugljúf en hún fylgir manni á leið hans í gegnum lífið – frá upphafi til enda. Sagan hefst með einangruðum og örvæntingarfullum manni á miðjum aldri og þróast í átt að barnæsku hans – þar sem sakleysi, frelsi og von ráða ríkjum. Hver þáttur lýsir tilteknu æviskeiði og tónlistin endurspeglar stemninguna: þung og kúgandi, eintóna og örvæntingarfull og létt og björt. Fragments sameinar dramatískan kraft með andlegu næmni og dregur áheyrendur inn í sögu sem er bæði persónuleg og almenn.

The Olga Vocal Ensemble:
Jonathan Ploeg – tenor
Matthew Smith – tenor
Arjan Lienaerts – baritone
Pétur Oddbergur Heimisson – bass
Philp Barkhudarov – bass

 

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar var sett á laggirnar árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni.

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar árið 2024 hefur notið stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Austurlands, sveitarfélaginu Múlaþingi og Síldarvinnslunni.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir: blaakirkjan@blaakirkjan.is og elsa.bjorgvinsdottir@mulathing.is

GPS punktar

N65° 15' 41.213" W14° 0' 37.134"

Fleiri viðburðir