Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

BRAS: Fablab og myndlist

13. september kl. 09:00-15:00
Þátttakendur vinna í FabLab Austurland. Hanna og teikna mynd sem þeir síðan þrykkja á bol.
Þátttaka er ókeypis og aðeins 8 sæti í boði – fyrstir koma, fyrstir fá.
Viðburðurinn er fyrir 12-18 ára.
Skráning sendist á olof@va.is
Leiðbeinandi er Ólöf Þ. Hannesdóttir, myndlistarkona og kennari. Hún stundaði myndlistanám við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Nýverið lauk hún mastersnámi í kennslu list- og verkgreina þar sem hún lagði áherslu á að bæta þekkingu sína bæði í myndlistarkennslu og textílmennt. Hún hefur kennt myndmennt í grunnskóla til margra ára

GPS punktar

N65° 8' 50.963" W13° 41' 40.700"