Mánudaginn 29. september verður ritlistasmiðja fyrir 16-25 ára í Vegahúsinu á Egilsstöðum.
Smiðjan er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur
áhuga á ritlist og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
ATH. skráning er nauðsynleg – https://forms.cloud.microsoft/e/emtFaHF85x
áhuga á ritlist og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
ATH. skráning er nauðsynleg – https://forms.cloud.microsoft/e/emtFaHF85x
Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, hitta önnur skáld, kynnast verkum þeirra og jafnvel lesa upp sín eigin verk.
Leiðbeinandi verður leikarinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson.
Ævar er menntaður leikari og hefur leikið bæði á sviði og sjónvarpsþáttum auk þess að framleiða eigið efni fyrir útvarp og sjónvarp. Ævar hefur um árabil verið einn vinsælasti barna- og unglingabókahöfundur landsins.
Ævar er menntaður leikari og hefur leikið bæði á sviði og sjónvarpsþáttum auk þess að framleiða eigið efni fyrir útvarp og sjónvarp. Ævar hefur um árabil verið einn vinsælasti barna- og unglingabókahöfundur landsins.
Smiðjan hefst klukkan 17:00 og boðið verður upp á veitingar í hléi.
Verkefnið er samstarfsverkefni Bókasafns Héraðsbúa og Vegahússins Ungmennahúss og er hluti af Bras – menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Verkefnið hlaut styrk frá Uppbyggingasjóði Austurlands