Bókasafn Héraðsbúa býður ungmennum í 7. til 10. bekk upp á ritlistasmiðju laugardaginn 20. september klukkan 13.
Smiðjan er í 3 klukkustundir og því gott að koma með létt nesti.
Smiðjan er í 3 klukkustundir og því gott að koma með létt nesti.
Embla Bachmann kennir ungmennum að búa til grunn að sinni eigin skáldsögu og fer yfir sköpunarferlið. Undir lok námskeiðsins verða öll komin með verkfæri til að skrifa sína eigin sögu.
Embla er nítján ára rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á bókum. Hún hefur skrifað tvær bækur, Kærókeppnin og Stelpur stranglega bannaðar. Sú þriðja er væntanleg fyrir jól.
Embla er nítján ára rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á bókum. Hún hefur skrifað tvær bækur, Kærókeppnin og Stelpur stranglega bannaðar. Sú þriðja er væntanleg fyrir jól.
Smiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg þar sem fjöldi þátttakenda í smiðjuna er takmarkaður.
Skráningareyðublað: https://forms.cloud.microsoft/e/4RjyGS3hcx
Skráningareyðublað: https://forms.cloud.microsoft/e/4RjyGS3hcx
Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði og er hluti af Bras – menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi.