Lærðu að nota gervigreind á skilvirkan og hagnýtan hátt til að ná árangri bæði í vinnu og einkalífi. Þetta tveggja daga námskeið miðar að því að byggja upp sjálfstraust og þekkingu þátttakenda á notkun ChatGPT. Þátttakendur læra að nota gervigreind til að leysa raunveruleg verkefni og kynnast fjölbreyttum möguleikum þessarar byltingarkenndu tækni.
Höfundur námskeiðsins er Sverrir Heiðar Davíðsson, MSc í gervigreind og gagnavísindum.
Staðsetning: Húsnæði Austurbrúar (Fróðleiksmolinn), Búðareyri 1, Reyðarfjörður.
Tímasetning: 1.-2. októkber kl. 13:00-16:00.
Skráningarfrestur: 21. september.
Frekari upplýsingar og skráning: https://austurbru.is/namskeid/chatgpt-fra-a-til-o-3/