Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Dagar myrkurs: Myrkraþrautir LME

29. október kl. 20:00-21:00

Miðvikudaginn 29. október kl. 20:00 verða Myrkraþrautir í Tjarnargarðinum fyrir alla fjölskylduna á vegum Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum.
Fólk mætir hjá sviðinu þar sem fyrsta þrautin verður, síðan verður opið í gönguleið sem krefst þess að leysa þrautir til þess að komast áfram og fá nammi. Gönguleiðin er tilvalin fyrir fjölskyldur og tekur hæfilegan tíma. Við hvetjum krakkana til að koma með tóma vasa svo hægt sé að fylla þá af nammi!
Börn yngri en 12 ára þurfa að mæta í fylgd með fullorðnum vegna útivistartíma barna.
Við hvetjum alla til að mæta í búningum!
Stjórn
LME

GPS punktar

N65° 15' 43.348" W14° 24' 12.693"