Þann 18. maí verður opnuð sýning á verkum 3. bekkjar nemenda Egilsstaðaskóla í Snæfellstofu og við viljum bjóða öll hjartanlega velkomin. Við opnunina milli 15:00-16:00 verður listakonan Íris Lind með vinnusmiðju fyrir börn þar sem teiknað verður með kolum.
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.