Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Endurmenntunarnámskeið grunnskólakennara

20.-23. júní

Upplýsingar um verð

84.000 kr.
Hallormsstaðaskóli í samstarfi við félag textíkennara í grunnskólum standa fyrir endurmenntunarnámskeiði í júní 2023
 
20. – 23. júní 2023
Námskeiðsgjald - 84.000 kr.
 
SKRÁNING: https://forms.gle/yCpoQuaVndoXZRiXA
________________________________________________________________________
Námskeiðslýsing:
Haldið verður fjögra daga endurmenntunar námskeið í Hallormsstaðaskóla fyrir textílkennara í grunnskólum. Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu og verkkunnáttu með áherslu á sjálfbærara og skapandi leiðir í textíl með ólíkum efnum. Unnið verður með aðferðir í lífprentun (ecoprint), saumuð saman bók frá grunni, og tálgun á heklunál. Markmið er að þátttakendur geti nýtt þekkinguna til að auðga, víkka og stuðla fjölbreyttari kennslu á grunnskólastigi í textílgreinum með áherslu á náttúleg efni og handverk.
 
Þriðjudagur 20. júní - Lífprentun (ecoprint) – Emma Charlotta Ärmänen 
Farið verður yfir grunntækni við lífprentun með laufum úr skóginum. Þátttakendur fara í skógarferð og safna laufum og leggja á efni. Ákveðin tækni notuð til að koma laufmynstri yfir á efnið. Efnið verður áfram nýtt til að klæða handsauma bók.
 
Miðvikudag til fimmtudags 21. - 22. júní - Bókband og frjáls útsaumur - Myrra Mjöll Daðadóttir textíl- og myndlistarleiðbeinandi
Farið verður yfir tækni við að sauma saman blöð og að líma saman kápu þar til fullgerð bók er tilbúin. Möguleiki er að bæta útsaumsporum á lífprentað efnið áður en það er límt á kápuefnið eða æfa frjálsan útsaum á sér efni. Hér fléttast saman ólíkur efniviður í fjölbreyttu handverki þar sem sköpunarkrafturinn og hönnunarhugsunin fá að njóta sín.
 
Föstudagurinn 23. júní - Tálgun - Bjarki Sigurðsson skógarhöggsmaður, tálgunarleiðbeinandi og Íslandsmeistari í skógarhöggi
Bjarki fer yfir grunnatrið við tálgun. Unnið er með íslenskt timbur úr Hallormsstaðaskógi og munu þátttakendur tálga út heklunál. Bjarki fer vel yfir hvaða viður hentar best til að tálga mismunandi hluti. Farið er vel yfir öryggisatriði við tálgun og hvernig beita eigi beittum tálgunarhníf rétt til að kalla fram það sem verið er tálga. Markmiðið er að tengja saman hvaðan áhöld og tæki sem notuð eru í textílgreinum koma og hvaða tækifæri liggja í staðbundnu hráefni. Auk þess að sýna fram á að með því að vinna sjálfur handverkið við að tálga heklunál verður þessi heklunál verðmætari en aðrar keyptar heklunálar. Þegar hlutir fá sögulegt gildi metum við þá að meiri verðleika en aðra hluti. Markmið er að sýna fram á auðvelda tenging við aðra faggreinar og þverfaglega nálgun í kennslu.
________________________________________________________________________
Innifalið
Allur efniskostnaður samkvæmt verkefnum sem lögð eru fyrir þátttakendur og afnot af áhöldum til verkefnavinnu. Hádegisverður kl.12 og léttar kaffiveitingar síðdegis auk þess er vatn, kaffi og te í boði á námskeiðstíma.
 
Gisting er ekki innifalin né kvöldverður en góð aðstaða er til eldamennsku í skólanum. Hótel Hallormsstaður er í göngufæri sem er með opið fyrir kvöldverð auk annarra veitingastaða á Egilsstöðum og nágrenni. Vök baths býður upp á náttúrlaugar og bistro. Hvetjum alla til að ná sér í Austurlands appið (appelsínugul stjarna) þar er að finna tilboð og helstu veitingastaði á svæðinu.
_______________________________________________________________________
Dvöl í Hallormsstaðaskóla
 
Njóttu þess að dvelja í Hallormsstaðaskóla á námskeiðstíma með skóginn umvafinn í kringum þig. Morgunverður innifalinn í gistingu, framreiddur milli kl. 8:15 - 8:45.
 
Einstaklingsherbergi án baðs 6.500 kr. nóttin.
Tveggjamanna herbergi án baðs 11.000 kr. nóttin.
Tveggjamanna herbergi með baði 16.000 kr. nóttin.
 
Öll herbergi eru með uppábúnum rúmi og handklæðum.
Snyrtingar eru að finna á þremur stöðum í húsinu.
Reynum að verða við öllum beiðnum um herbergjategund.
 
Upplysingar á www.hskolinn.is
________________________________________________________________________

Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku.
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is

GPS punktar

N65° 5' 42.569" W14° 44' 18.352"

Staðsetning

Hallormsstaðaskóli

Sími

Fleiri viðburðir