Upplýsingar um verð
Vegna fjölda áskoranna verður haldið annað kertagerðanámskeið 29.11.
Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
Tímasetning: 29.11. kl. 09:00 - 16:00
Þátttökugjald: 15.500 kr.
Hámarksfjöldi: 20 manns
Leiðbeinandi: Guðrún Hadda Bjarnadóttir
SKRÁNING: https://forms.gle/UJHNPJzSPTEHaSde8
________________________________________________________________________
Námskeiðslýsing:
Hvað gæti verið notalegra en að gera gamaldags kerti í skóginum á aðventunni? Við köfum ofan í listina að búa til kerti úr tólg með því að nota gömlu aðferðirnar og nýta til þess hráefni sem nú endar að mestu sem úrgangur. Við kertagerðina er bæði notuð hreindýra- og lambatólg. Við munum einnig læra ýmislegt um bývax og m.a. gera græðandi krem úr því.
Til að auka enn frekar á stemminguna í skóginum stefnum við á að vera með kertagerðina úti ef veður leyfir. Við skólann er skólgjóður fallegur lundur þar sem má útbúa opinn eld. Við viljum því biðja fólk að klæðast hlýjum fötum.
Innifalið:
Kennsla og fræðsla, góð vinnuaðstaða, afnot af tækjum og tólum.
Léttar veitingar og hádegisverður - ásamt vatni, te og kaffi á námskeiðstíma.
________________________________________________________________________
Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga, fyrirtækja og sveitarfélaga. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku.
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is