Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gönguskíðaævintýri norðan Vatnajökuls - Óbyggðasetrið

31. mars - 28. apríl

Krefjandi fimm daga gönguskíðaferð um stórbrotið svæði norðan Vatnajökuls. Ferðin hefst í Möðrudal, hæsta byggða bóli landsins, og þaðan er haldið að Sænautaseli þar sem útsýni er yfir bæði Herðubreið og Geitasand. Frá Sænautaseli liggur leiðin um söguslóðir Sjálfstæðs fólks inn að bænum Brú á Jökuldal og þaðan áfram að Vaðbrekku. Skíðað er inn með Jökulsá í Dal, milli Nónhnjúks og Múla og inn Laugarvalladal. Frá Laugarvalladal er haldið að hinum hrikalegu Hafrahvammagljúfrum og þaðan skíðað til móts við Snæfell að Laugarfelli. Síðasta dagleiðin liggur frá Laugarfelli í átt að Óbyggðasetrinu þar sem skíðað er að Kirkjufossi og Faxa.
Lágmarksaldur þátttakenda er 16 ára. Lágmarksþátttaka til að ferð verði farin er 6 manns.

Vinsamlegast hafið samband við Hey Iceland
 ef áhugi er á ferð á öðrum dagsetningum en þeim sem eru í boði í vefsölu.

Nánari upplýsingar

 

 

Fleiri viðburðir