Grúsk og gagnagrunnar
Námskeið fyrir þau sem vilja kynna sér sögu og ættfræði og læra að nálgast upplýsingar og heimildir sem aðgengilegar eru á söfnum og gegnum vefinn.
Kennsla fer fram í fjögur skipti og gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti í öll skiptin. Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga, 23/9, 25/9, 30/9 og 2/10 frá kl. 17 til 19. Í fyrstu þrjú skiptin verður kennt í húsnæði Menntaskólans á Egilsstöðum en lokaskiptið er heimsókn í Safnahúsið á Egilsstöðum.
Meðal efnis á námskeiðinu eru grunnatriði í leitartækni og notkun á bókasafnskerfinu Leitir.is, vefum Landsbókasafns (Timarit.is og Baekur.is), heimildagrunnum Þjóðskjalasafns Íslands, vefum héraðsskjalasafna og ljósmyndasafna víðsvegar og fleira.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að vera með fartölvu þar sem gert er ráð fyrir verklegum æfingum. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að fylla út skráningarform hér, https://forms.cloud.microsoft/e/vSfP6jJ9f4 senda tölvupóst á bokasafn.heradsbua@mulathing.is eða hringja í síma 470-0745 á opnunartíma bókasafnsins.
Námskeiðið er haldið í samstarfi Bókasafns Héraðsbúa og Héraðsskjalasafns Austfirðinga og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands