Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gusumeistaranám á Seyðisfirði

12.-14. september
samvinnu við Sjóbaðstofuna Saman verður haldið gusumeistaranámskeið 12-14 sept. 🔥
Þar sem þú kynnist töfraheimi Sánagús iðjunar sem iðkandi og í hlutverki Gusumeistarans og lærir mikilvægan grunn til að leiða Gusandi Góða Gusu
3ja daga námskeið þar sem þú lærir 🤓 Samhliða því að njóta 😇
Dagur eitt
Byrjað er á upphitun í ljúfri gusu kl. 20 í dásemdar eldiviðskyndaðri Sjóbaðstofunni Saman 💥
Þar verðu hitað upp fyrir lærdómsríka og endurnærandi daga
🌱🌱🌱
Dagur tvö
9 til 15 Bóklegi hlutinn
15 til 17 Verklegar æfingar í handklæða- og viftutækni
17.30 til 19.00 undirbúningur í sánu fyrir gusuna sem þú leiðir sjálfstætt.
Hádegismatur innifalinn , kaffi og með því yfir daginn 🍃☕️🥐
Dagur þrjú
Frá klukkan 10 til 15 í baðstofunni Saman ☀️
Mikilvæg samantekt og nemendur leiða sjálfstætt lotur og fá afhent diplóma ✅
Allt er þegar þrennt er og þess vegna varir námskeiðið í þrjá daga 💚💚💚
Námskeiðagjaldið er 59.900.- innifalið námsefni, kennsla og á Laugardeginum hádegismatur, kaffi og með því yfir daginn 🍃☕️🥐
Mæli með að sækja um styrk hjá stéttarfélagi , námið hefur verið viðurkennt sem starfstengt nám og íþrótta/tómstundatengt 🪇

GPS punktar

N65° 15' 35.451" W14° 0' 17.643"