Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Pálínuboðmeð Sigríði Matthíasdóttur, fræðikonu

21. ágúst kl. 16:30-18:00
Sigríður Matthíasdóttir hefur varið löngum tíma í að kanna og skrásetja ævi Pálínu Waage, mikillar athafnakonu sem bjó og starfaði á Seyðisfirði. Slík vinna er dýrmæt fyrir okkar samtíma, því allt of lítið hefur verið ritað um líf og framlag kvenna á fyrri tímum.
Nú gefst okkur á Austurlandi einstakt tækifæri til að fræðast um ævi Pálínu í gegnum frásögn Sigríðar, sem leiðir okkur inn í ævistarf hennar og lífshlaup. Og hvar er heppilegra að gera það en í gömlu Pálínu Waage versluninni – eða HEIMA, eins og við köllum húsið nú til dags.
Það verður heitt á könnunni og eitthvað ljúffengt með.
Stuttur texti frá Sigríði um áherslur frásagnarinnar
Árið 1924 markaði kaflaskil í lífi Pálínu Waage, veitinga- og verslunarkonu á Seyðisfirði. Margt hafði á daga hennar drifið um ævina og hafði hún meðal annars gengið á kvennaskóla, gert út árabát, komist niður í norskri og enskri tungu og haldið í frækna för til Vesturheims. Nú var hún orðin sextíu ára gömul og lauk við að skrifa síðari hluta sjálfsævisögu sinnar, eða þann hluta sem fjallar m.a. um hvernig það kom til að hún hóf rekstur og stofnaði fyrirtæki og hvernig henni tókst að láta það ganga. Og Pálína gat
sannarlega verið stolt af sjálfri sér og því sem hún hafði áorkað. Á
landspildu sem hafði í bókstaflegum skilningi verið galtóm þegar hún settist að á Seyðisfirði aldarfjórðungi fyrr eða árið 1899 stóð núna fyrirtæki í fullum blóma, þ.e. hin svokallaða Verzlun E.J. Waage. Í fyrirlestrinum verður fjallað um sjálfsmynd Pálínu sem athafnakonu og þann þátt í lífshlaupi hennar sem sneri að fyrirtækjarekstri á Seyðisfirði.
Við hlökkum til að sjá sem allra flesta

GPS punktar

N65° 15' 39.266" W14° 0' 15.555"