Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hernámsdagurinn 2025

5. júlí kl. 14:00-16:00

Upplýsingar um verð

Frítt
Hernámsdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Stríðsárasafninu laugardaginn 5. júlí. Í tilefni dagsins er frítt inn á safnið og boðið upp á súkkulaðiköku.
 
Einnig verður hátíðardagskrá við safnið:
14:00 Þóroddur Helgason leiðir sögugöngu frá Molanum upp að safni.
Sögur sagðar úr hernáminu og bæjarsögunni. Þægileg og fróðleg ganga fyrir fólk á öllum aldri.
14:45 Súkkulaðikaka, kaffi og mjólk.
14:45 Marc Alexander Fulchini listamaður frumsýnir myndbandslistaverkið Hernám í Bíóbragganum.
15:00 Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri flytur ávarp.
15:10 Fulltrúar bæjarins kynna stöðu endurreisnar safnsins og framtíðaráform í Bragganum
15:30 Gauti Páll Jónsson sagnfræðingur segir frá Ásmundi Elíassyni Mjófirðingi og öðrum Íslendingum sem létust af völdum hersins í Bragganum.
Gauti hefur undanfarin ár rannsakað samskipti hers og þjóðar með sérstaka áherslu á Íslendinga sem létust hérálandi vegna erlendra hermanna. Þetta er fyrirlestur sem enginn áhugamaður um sögu stríðsáranna má missa af.

GPS punktar

N65° 2' 17.655" W14° 12' 30.215"

Staðsetning

Stríðsárasafn

Sími

Fleiri viðburðir