Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hlýtt í hjartað - styrktartónleikar

30. apríl kl. 20:00-23:00

Upplýsingar um verð

5000
Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim hjónum Magga og Önnu takast á við það erfiða verkefni sem krabbamein er en þar eru þau sem ein manneskja.
Maggi: “Allan þennan tíma hefur hún Anna mín staðið mér við hlið eins og klettur. Tekið sér frí frá vinnu til að fylgja mér ófáar ferðirnar suður í meðferðir og læknaheimsóknir.” ❤
Þegar fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein hefur það áhrif á alla fjölskylduna á svo margan hátt, ekki síst börnin þeirra sem eru fimm talsins, þau Sigurður Orri, Jóhann Ingi, Gunnþór Sveinn, Sigfús Valur og Jónína París.
Í febrúar 2022 greindist Maggi með krabbamein í hálsi og fór í fjölmargar lyfja og geislameðferðir í kjölfarið. Um tíma leit út fyrir að vágesturinn væri horfinn en í byrjun árs 2023 var meinið komið aftur og nú á sjö stöðum, í munni, eitli, ásamt meinvörpum í báðum lungum og orðið 4. stigs ólæknandi krabbamein. Maggi er enn í lyfjameðferð og allt kapp er lagt á að reyna að finna lyf sem nær að halda meininu niðri.
Þegar veikindi standa yfir í langan tíma er fljótt að ganga á veikindadaga frá vinnuveitanda og dagpeninga frá stéttarfélagi. Veikindasaga Magga er nú orðin löng og ströng og hefur tekið mjög á hann og fjölskylduna.
Til að létta undir með fjölskyldunni höfum við vinahópur Magga og Önnu skipulagt styrktartónleika. Frábærir austfirskir tónlistamenn koma fram og gera allt vitlaust. Hver einasti maður sem kemur að þessum viðburði gefur vinnuna sína.
Styrktarsjoppa Magga Víkings verður við innganginn. Gos, kaffi, kleinur og kruðerí verða til sölu. Allur ágóði af viðburðinum rennur beint til Magga og fjölskyldu.
Miðaverð: 5000 krónur. Posi verður á staðnum.
Húsið opnar klukkan 20.00
Styrktarreikningur:
160470-2919
0123-15-206824
Nú ætlum við að koma saman, gleðjast, skemmta okkur og láta um leið gott af okkur leið

GPS punktar

N65° 15' 46.400" W14° 23' 39.349"