Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Vinsælir áfangastaðir
Hreindýragarðurinn
VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Eggin í Gleðivík
Eggin í Gleðivík eru útilistaverk sem sýnir 34 eftirmyndir eggja varpfugla sem verpa í nágrenni Djúpavogs. Mikið fuglalíf er á svæðinu og endurspegla eggin þá sterku tengingu sem Djúpavogur hefur við náttúruna.
Eggin í Gleðivík eru vinsæll áningastaður ferðamanna og eru orðin eitt af kennileitum Djúpavogs.
Mikil upplifun er að fara í Páskahelli. Völurnar sem byltast með öldunni upp og niður fremja tónlist allt eftir veðurfari. Þær eru misstórar og hljóma aldrei alveg eins. Þægilegur viðkomustaður ferðamanna; stutt að fara, undurfallegt landslag, dúfur í varpi, sjávarlíf í pollum, holur eftir forn tré og fallegt útsýni.
Hengifoss er í norðanverðum Fljótsdal á móts við innri enda Lagarfljóts. Hann er næst-hæsti foss landsins, 128 m hár. Í fossbrúninni eru blágrýtislög en undir þeim sandsteinn.Í berginu finnast steingerðir trjástofnar sem vitna um mun hlýrra loftslag, enda er sandsteinninn myndaður á tertíertíma. Nokkru neðan við Hengifoss er annar foss, Litlanesfoss, lukinn óvenju fallegri stuðlabergsumgjörð.
Auðvelt er að ganga upp að Hengifossi frá upphafsstað en það tekur um 40-60 mínútur að ganga frá bílastæði að fossinum.
Hengifoss er einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands.
Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru. Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni. Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar. Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin.
Bæði svæðin bjóða upp á frábærar brekkur, einstakar aðstæður og ótrúlegt landslag – allt umvafið kyrrð og stórbrotnu útsýni. Hér færðu meiri tíma á skíðum og minni tíma í biðröð. Komdu og upplifðu snjóinn ogfriðinn á skíðasvæðum Austurlands.
Regnbogagatan á Seyðisfirði er líklega meðal mest mynduðu kennileita á Austurlandi, enda einstaklega skemmtilegt uppátæki hjá bæjarbúum sem hjálpuðust að við að mála götuna jafn fallega og raun ber vitni. Við enda regbogagötunnar stendur svo Bláa kirkjan sem laðar ekki síður að sér fagurkera.
Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var lítt þekkt og kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal (eða Jöklu) snarminnkaði. Þessi perla er Stuðlagil í Jökulsárgljúfri sem nefnt er eftir einni stærstu og fallegustu stuðlabergsmyndun á Íslandi sem þar er að finna.