Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hún fékk nál og tvinna - Bjargey Anna Guðbrandsdóttir

14.-30. maí

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir (f. 1976) er frá Mýrum á Vesturlandi en hefur búið og starfað á Hallormsstað síðastliðið ár. Hún lærði krosssaum ásamt öðru handverki í grunnskóla en tók nálina ekki upp aftur fyrr en í heimsfaraldrinum. Í verkum Bjargeyjar birtast harðorð slagorð úr kvennabaráttunni á fínlegu handverki þar sem hefðbundinn krosssaumur er nýttur til að vekja forvitni, mótmæla og ögra. Í verkunum fléttar hún saman kvenlegri hefð og natni við róttæka femínska reiði og aktivisma. Hún selur verk sín og útsaumspakkningar undir merkjum Píkusaums.

Á sýningunni sýnir hún ný og gömul verk. Hægt er að kynna sér Píkusaum á instagramsíðu hennar @pikusaumur.

GPS punktar

N65° 2' 27.379" W14° 57' 11.116"

Sími