Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Innsævi: Palli og Gulla - Enginn Braggablús

22.-29. júní
Listafólkið Páll Ivan frá Eiðum og Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir sýna sig og sjá aðra í Bragganum við Stríðsárasafnið á Reyðarfirði þar sem þau verða að störfum í eina viku. Gestum er velkomið að fylgjast með þeim við listsköpun sína, sjá verkin verða til og þannig komast skyggnast inn í heim listamannsins og sköpunarferlisins. Fólk er hvatt til að stoppa um stund og ræða við þau Palla og Gullu og skoða sýninguna sem verður til á meðan dvöl þeirra stendur, horfa á þau vinna að listinni og gera tilboð í verk ef áhuginn vaknar og kaupa þannig listina á staðnum. Hér er á ferðinni skemmtilegur gjörningur þar sem listafólkið verður sjálft til sýnis ásamt listinni á einstökum stað.
Páll Ivan frá Eiðum er listamaður, þekktur fyrir verk sín í myndlist, tónlist og gjörningalist. Hann ólst upp á Eiðum og hefur látið til sín taka í íslensku listalífi og löngu orðinn einn ástsælasti og merkilegasti listamaður þjóðarinnar og á sér vísan stað í hjörtum allra landsmanna. Hann er frekar styggur en gerir sitt besta til að þykjast vera næs. Algjör gersemi. Spjallið endilega við hann.
Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir, Gulla, er myndlistarkona og safnafræðingur. Hún lærði í Danmörku, Frakklandi og á Íslandi. Síðustu 10 árin tókst hún á við öldurót lífsins sem svæfði hjá henni rokkið. Nú hefur hún snúið aftur til skapandi lífs og endurnýjað kynnin við olíuna og strigann, sína bestu vini. Fólki er velkomið að kíkja við í Braggann og fá ráð Gullu hjá varðandi eigin listsköpun, tækni og efnistök – eða bara fá sér kaffi.
Sýningin verður opin daglega í Bragganum á Reyðarfirði frá kl. 13:00 til 17:00 á dögunum 22. júní til 29. júní.

GPS punktar

N65° 2' 17.656" W14° 12' 30.215"

Fleiri viðburðir