Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Jurtalitun með Emmu Charlottu

12.-13. júlí

Upplýsingar um verð

55.000

Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: 12.-13 júli 2024
Tímasetning: 10:00-17:00
Námskeiðsgjald: 55.000kr
Sérfræðingur: Emma Charlotta Ärmänen
 

Í sumar er boðið upp á 2 daga grunnámskeið í jurtalitun ásamt vöndullitun sem er skemmtileg aðferð við litun.

Leiðbeinandinn Emma Charlotta er stofnandi vörumerkisins Charma (www.charma.is), hún kennir grunnaðferð við jurtalitun á ullarbandi og einnig vöndullitunar aðferðina sína á silki og ullarslæðum. Á námskeiðinu verður farið yfir litunarferlið frá upphafi til enda. Fjallað verður um litfesta, litunarjurtir, tínslu, verkun jurta og efni til að breyta litum. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta litað sjálfir og gert tilraunir með jurtir úr sínu nánasta umhverfi.

Vöndullitun er aðferð sem býr til fallegt munstur á efni með jurtalitum. Vöndullitun er auðveld og skemmtileg og hentar öllum stigum áhugamanna um litun. Í þessari vinnustofu prufum við þessa aðferð og litum textíl með ýmsum náttúrulegum litarefnum eins og laukhýði og kaktuslús. Boðið verður upp á kennslustund um grunnhugmyndafræði náttúrulitunar og það sem þú þarft að vita um vöndullitun á silki.

Innifalið:

Kennsla og fræðsluefni frá Emmu, góð vinnuaðstaða, afnot af tækjum og tólum til litunar. Kennslugögn með helstu upplýsingum um aðferðir, hráefni og meðferð. Þátttakendur taka heim 3 ullarhespur frá Uppspuna, 1 silkiklút og 1 ullarslæðu litað að eigin smekk.

Léttur hádegisverður og síðsegishressing - ásamt vatni, te og kaffi á námskeiðstíma.
 

Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku. Með því að gefa upp stéttarfélagið þitt hér að neðan veitir þú skólanum leyfi til að senda staðfestingu um þátttöku til félagsins.

Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is

GPS punktar

N65° 5' 42.664" W14° 44' 17.952"

Staðsetning

Hallormsstaðaskóli

Sími

Fleiri viðburðir