Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Konudagur á Skriðuklaustri 2024, fræðsluerindi og konudagskaffi

25. febrúar kl. 14:00

Með verkum handanna – Listsköpun íslenskra kvenna á fyrri öldum.

Lilja Árnadóttir, fyrrverandi sviðsstjóri Þjóðminjasafnsins, flytur erindi um refilsaum og listir íslenskara kvenna á fyrri öldum.

Lilja hefur fágæta þekkingu á refilsaumi og handverki íslenskra kvenna á miðöldum. Nýverið ritstýrði hún bókinni "Með verkum handanna, íslenskur refilsaumur fyrri alda" eftir Elsu E. Guðjónsdóttur. Bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2023. Á Þjóðminjasafninu stendur núna yfir sýning þar sem í fyrsta sinn er hægt að sjá alla íslensku refilsaumsdúkana á sama stað.

Frítt er á viðburðinn sem fer fram á íslensku og er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Að erindinu loknu er opið í Klausturkaffi þar sem á borðum verður glæsilegt Konudagskaffi.

Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Gunnarsstofnun og á facebook viðburði Skriðuklausturs.

GPS punktar

N65° 2' 27.379" W14° 57' 11.116"

Staðsetning

Skriðuklaustur

Fleiri viðburðir